Fara í efni  

Sveinspróf í pípulögnum í VMA

Sveinspróf í pípulögnum í VMA
Fyrri hópurinn lauk við verklega prófið í gær.

Síðustu annir hefur nemendahópur stundað nám í pípulögnum við VMA – og er það undir byggingadeild. Elías Örn Óskarsson, pípulagnameistari, hefur kennt og haldið utan um námið. Í síðustu viku tóku nemendurnir próf í bóklega hluta sveinsprófsins og í þessari viku var síðan komið að verklega prófhlutanum.

Þrettán nemendur taka sveinsprófið í VMA að þessu sinni og komu tveir prófdómarar frá Reykjavík til þess að leggja mat á vinnu sveinanna.

Vægi prófþátta í sveinsprófinu er sem hér segir: Skriflegt próf 100% og verklegt próf 100%. Verklegi hluti prófsins skiptist í hitakerfi (40%), neysluvatn (30%) og frárennsli (20%) og hreinlætistæki (10%) verður próftaki að ná einkunninni 5,0 úr hverjum hluta. Nánar um sveinsprófið hér.

Útbúnir hafa verið prófbásar í rými í VMA þar sem bifvélavirkjun var kennd – á milli málmiðnbrautar og vélstjórnar – og þar þreyta nemendur verklega hluta sveinsprófsins. Sjö nemendur hófu verklega prófið sitt sl. mánudag og luku því í gær, miðvikudag, og í dag hófu sex nemendur prófið og ljúka því nk. laugardag.


Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00, nema föstudaga frá kl 08:00-13:00.