Fara í efni

Sveinspróf í matreiðslu í VMA

Matreiðslunemar í sveinsprófinu í dag.
Matreiðslunemar í sveinsprófinu í dag.

Í dag og gær þreyttu átta matreiðslunemar sveinspróf í eldhúsi matvælabrautar í VMA. Þetta er í annað skipti sem nemendur taka sveinspróf í matreiðslu í VMA.

Þessir átta nemendur hafa á vorönn stundað nám í þriðja bekk í matreiðslu og brautskráðust þeir frá VMA í síðustu viku. Í gær var svo komið að sveinsprófinu og því lýkur í kvöld.

Sveinsprófið skiptist í fjóra þætti:

A: Heitur matur, gildir 50% af lokaeinkunn.

B: Kaldur matur, gildir 25% af lokaeinkunn.

C: Úrbeining og flökun, gildir 15% af lokaeinkunn.

D: Munnlegt próf, vöruþekking, 10% af lokaeinkunn.

Hér eru ítarlegar upplýsingar frá sveinsprófsnefnd um sveinspróf í matreiðslu vorið 2020.

Prófdómarar í sveinsprófinu í VMA eru Bjarki Hilmarsson, Styrmir Karlsson og Friðgeir Ingi Eiríksson.