Fara í efni

Svæði norðan skólahúss VMA girt af vegna byggingu frístundahúss

Á þessu korti má sjá hvar norðan skólans svæði verður girt af fyrir frístundahúsið sem nemendur í kv…
Á þessu korti má sjá hvar norðan skólans svæði verður girt af fyrir frístundahúsið sem nemendur í kvöldskóla í húsasmíði reisa.

Seinnipartinn í dag, miðvikudaginn 28. febrúar, munu nemendur í kvöldskóla í húsasmíði reisa frístundahús sem þeir hafa verið að forsmíða inni í húsnæði byggingadeildar. Húsið verður reist norðan við húsnæði byggingadeildar – sbr. meðfylgjandi kort – sem þýðir að hluti austur/vestur akstursleiðar norðan skólahússins verður lokuð frá og með deginum í dag og fram á vor. Svæðið verður girt af.

Frístundahúsið er 20 fermetrar að stærð og er byggt í samstarfi byggingadeildar og Húsasmiðjunnar og verður selt að smíði þess lokinni. Tólf nemendur á annarri önn í kvöldskólanum hófu forsmíði hússins innandyra í upphafi vorannar og nú er komið að því að reisa húsið og síðan verður haldið áfram með það fram á vor. Það verða því tvö hús í byggingu á næstu vikum og mánuðum, annað sem dagskólanemar byggja og þetta nýja frístundahús smíða kvöldskólanemar.

Nemendur og starfsfólk VMA og allir gestir sem leið eiga um bílaplan skólans eru vinsamlegast beðnir um að sýna þessari lokun á akstursleið á bílastæði skilning og gæta varúðar.

Hér má sjá forsmíðuðu einingarnar og svæðið sem verður girt af norðan skólans.