Fara í efni

Sumarfrí - Lokun skrifstofu VMA

Skrifstofa VMA verður lokuð vegna sumarleyfa frá 27. júní - 1. ágúst.

Búið er að senda bréf ásamt greisluseðli til nemenda sem sóttu um skólavist á haustönn 2016.  Bréfin fóru á lögheimili nemenda.  Greiðsluseðlarnir birtast í heimabanka nemenda, en hjá þeim sem eru yngri en 18 ára birtist seðillinn hjá forráðamanni og þá þeim forráðamanni sem elstur er.  Við viljum biðja þá sem ekki ætla að koma í skólann næsta haust, en fengið hafa greiðsluseðil að láta okkur vita með því að senda tölvupóst á netfangið hrafnhildur@vma.is.

Starfsmenn skrifstofu VMA óska ykkur öllum gleðilegs sumars.