Fara í efni

Sumarbústaður til sölu - til sýnis mánudaginn 20. maí

Bústaðurinn er norðan við húsnæði byggingadeildar.
Bústaðurinn er norðan við húsnæði byggingadeildar.

Í vetur hafa nemendur í byggingadeild VMA byggt sumarbústað, eins og venja er til. Húsið er 50 m2 að grunnfleti. Jafnan er húsið selt á því byggingarstigi sem það er þegar vorönn lýkur og svo er einnig nú. Nemendur hafa í þessari viku keppst við að ljúka þeim verkþáttum sem þeir stefndu að því að ljúka, þ.e. frágangi hússins að utan og veggjaklæðningum að innan. Þessar myndir voru teknar sl. þriðjudag.

Ríkiskaup hafa nú auglýst húsið til sölu á því byggingarstigi sem það er núna í annarlok og koma fram í auglýsingunni upplýsingar um húsið.

Sumarbústaðurinn verður til sýnis mánudaginn 20. maí, kl. 15-17.

Nánari upplýsingar á skrifstofu VMA í síma 4640300, hjá brautarstjóra byggingadeildar VMA í síma 8966731 og Ríkiskaupum í síma 5301400.

Tilboðseyðublöð eru aðgengileg á heimasíðu Ríkiskaupa www.rikiskaup.is og liggja einnig frammi í afgreiðslu Ríkiskaupa, Borgartúni 7c, 105 Reykjavík. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum fyrir kl 10 miðvikudaginn 22. maí 2019.