Fara í efni

Styttist í kosningar Þórdunu - áróðursdagur á miðvikudag - kosið á fimmtudag

Kosið verður til stjórnar Þórdunu nk. fimmtudag.
Kosið verður til stjórnar Þórdunu nk. fimmtudag.

Það styttist óðum í kosningar til stjórnar nemendafélagsins Þórdunu. Þær verða nk. fimmtudag, 11. apríl, í M01 kl. 08:00 -16:30.

Framboð hafa borist í öll embætti í stjórn Þórdunu, að embætti gjaldkera undanskildu.

Framboð í embætti eru sem hér segir:

Formaður Þórdunu – Eyþór Daði Eyþórsson
Varaformaður Þórdunu – Ylfa María Lárusdóttir
Ritari Þórdunu – Anna Kristjana Helgadóttir
Skemmtanastjóri Þórdunu – Embla Björk Jónsdóttir
Eignastjóri Þórdunu – Anna Birta Þórðardóttir, Hrafnhildur María Ríkharðsdóttir
Kynningarstjóri Þórdunu – Aldís Lilja Sigurðardóttir, Hekla Sólbjörg Gunnarsdóttir, Vala Aldvilde Berg
Formaður Æsis – Hákon Logi Árnason, Sigurður Bogi Ólafsson
Formaður íþróttaráðs – Skírnir Már Skaftason

Næstkomandi miðvikudag verður svokallaður áróðursdagur í skólanum, þar sem frambjóðendur láta ljós sitt skína, kynna stefnumál sín og reyna að lokka kjósendur til sín á ýmsan hátt.

Nemendur eru eindregið hvattir til þess að kjósa sína fulltrúa í ábyrgðarstöður. Nemendafélagið eru nemendur sjálfir en þeirra sem verða kjörnir er að framkvæma það sem nemendur vilja. Til þess að kosningarnar verði lögmætar þurfa að lágmarki 30% þeirra sem hafa atvæðisrétt að greiða atkvæði..

Ný stjórn tekur við stjórnartaumunum fljótlega eftir páskaleyfi. Síðasta verk fráfarandi stjórnar er framkvæmd Gryfjutónleika í kvöld, fimmtudag, þar sem tónelskir nemendur skólans troða upp og láta ljós sitt skína. Aðgangur er ókeypis.

Og það allra síðasta sem fráfarandi stjórn kemur að er undirbúningur fyrir þátttöku Arndísar Evu Erlingsdóttur, fulltrúa VMA, í Söngkeppni framhaldsskólanna, sem verður haldin nk. laugardagskvöld, 13. apríl, á Akranesi.