Fara í efni

Sturtuhausinn verður 8. apríl nk. - skráning hafin

Særún Elma Jakobsdóttir sigraði Sturtuhausinn 2020
Særún Elma Jakobsdóttir sigraði Sturtuhausinn 2020

Sturtuhausinn - söngkeppni VMA - verður haldinn í Gryfjunni í VMA fimmtudagskvöldið 8. apríl nk. Keppnin hefur stundum verið á haustönn en þó oftar í janúar og á sl. vetri fór hún fram í Gryfjunni 23. janúar, áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. En eins og í svo mörgu öðru setti Covid strik í reikninginn með Sturtuhausinn og því varð að ráði að fresta honum fram í apríl. Það hafði líka sitt að segja að Grís var frumsýndur í febrúar og því erfitt að koma söngkeppninni fyrir á sama tíma. En nú fækkar sýningum á Grís, þær síðustu eru auglýstar um komandi helgi, og þá losnar um á ný í Gryfjunni.

Umgjörð Sturtuhaussins í fyrra var mjög glæsileg - hljómsveit, flott svið og ljós - og ætlunin er að það sama verði upp á teningnum í ár. 

Skráning í Sturtuhausinn er hafin. Áhugasamir sendi póst á skemmtanastjori@thorduna.is og þá fá viðkomandi til baka lista með spurningum um lög sem þeir vilja flytja o.fl. Skráning verður til og með 26. mars nk., sem verður síðasti kennsludagur fyrir páskaleyfi. Fyrsti kennsludagur eftir páskaleyfi verður þriðjudagurinn 6. apríl og keppnin fer síðan fram tveimur dögum síðar, fimmtudagskvöldið 8. apríl, sem fyrr segir.