Sturtuhausinn í kvöld
Sturtuhausinn í Sjallanum í kvöld kl. 20:00
Í kvöld, klukkan 20:00, fer fram Sturtuhausinn í sjallanum, árleg söngkeppni VMA. Húsið opnar kl. 19:30 og lofar kvöldið mikilli stemningu og fjölbreyttum tónlistaratriðum.
Í keppninni í ár eru níu atriði, þar sem nemendur flytja lög úr ólíkum áttum tónlistarinnar. Keppendur og lög kvöldsins eru:
-
Ólöf Alda Valdemarsdóttir – Á annan stað eftir Sölku Sól
-
Ninja Dögun Gunnarsdóttir – Lover Girl eftir Laufey
-
Droplaug Dagbjartsdóttir – Dreamer með íslenskum texta eftir Ozzy Osbourne
-
Gunnþór Ingi Jóhannesson – Útikvöld frumsamið eftir Gunnþór Inga Jóhannesson
-
Emelía Bjarnveig Skúladóttir – Back to Black eftir Amy Winehouse
-
Ásta Ólöf Jónsdóttir – Einmana eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson
-
Elías Már Víðisson og Benjamín Kári Matthíasson – Lax eftir Emmsjé Gauta
-
Anna Lovísa og Emilía Björt – Something in the Orange eftir Zack Bryan
-
Sigrún Dalrós Eiríksdóttir – Með hækkandi sól eftir Systur
Hljómsveit spilar undir og er hún meðal annarsskipuð nemendum úr VMA og MA. Meðlimir hennar eru Axel Vestmann á bassa (MA), Ívar Leó Haukson á bassa (VMA), Bjarmi Friðgeirsson á trommur og Jónatan Smári á hljómborð (VMA).
Forsala aðgöngumiða hefur staðið yfir alla vikuna og er áfram hægt að kaupa miða á Glaze. Einnig verður miðasala við innganginn í kvöld. Miðaverð er 1.500 kr. fyrir Þórdunumeðlimi og 2.000 kr. fyrir aðra.
Í dómnefnd kvöldsins sitja Ágúst Þór Brynjarsson, Anna Skagförð og Daníel Freyr Jónsson.