Fara í efni

Sturtuhausinn í kvöld

Tíu lög verða í Sturtuhausnum 2020.
Tíu lög verða í Sturtuhausnum 2020.

Í kvöld kl. 20:00 verður Sturtuhausinn – söngkeppni VMA í Gryfjunni í VMA. Keppnin er nú komin á fornar slóðir eftir að hafa verið undanfarin ár í Menningarhúsinu Hofi. Síðustu daga hafa verið stífar æfingar í Gryfjunni og sviðið hefur fengið gjörbreytta ásýnd. Öllu verður tjaldað til og er eftirvænting í loftinu fyrir kvöldið.

Tíu lög verða í keppninni í ár og verður undirleikur að hluta til af bandi (playback) og einnig mun hljómsveit skipuð nemendum í VMA spila undir í nokkrum lögum. Í henni eru: Jóel Örn Óskarsson gítar, Alexander Örn Hlynsson gítar, Ágúst Máni Jóhannsson bassi, Ólafur Anton Gunnarsson trommur og Árdís Eva Ármannsdóttir píanó.

Tónlistarstjóri keppninnar í ár er Ingvi Ingvason, tónlistarmaður á Akureyri,

Forsala aðgöngumiða hefur verið þessa viku og verður einnig í dag í Gryfjunni. Einnig verður miðasala við innganginn í kvöld. Húsið verður opnað kl. 19:30. Fyrir Þórdunumeðlimi kostar miðinn kr. 1.500, gegn framvísun annarra skólaskírteina kr. 2.000 og fyrir aðra kostar miðinn kr. 2.500.

Í dómnefnd kvöldsins verða Wolfgang Sahr, Kolbrún Lilja og Viktoría en kynnar kvöldsins verða Steinar Logi og Freysteinn.