Sturtuhausinn 22. janúar í Sjallanum
14.01.2026
Sturtuhausinn - söngkeppni VMA verður haldinn að rúmri viku liðinni, fimmtudagskvöldið 22. janúar, kl. 20 í Sjallanum, húsið verður opnað kl. 19.30.
Til stóð að halda keppnina eins og venja er til í nóvember sl. en af óviðráðanlegum ástæðum þurfti að fresta henni fram yfir áramót. En nú er sem sagt komið að keppninni og að þessu sinni verður hún haldin í Sjallanum, sem er nýmæli. Keppendur munu bæði syngja lög sín við undirleik af bandi og lifandi flutning hljómsveitar.
Verð aðgöngumiða er kr. 1.500 fyrir meðlimi Þórdunu en 2.000 kr. fyrir aðra. Miðasala við inngang eða hér.