Fara í efni

Stundatöflur afhentar nemendum í dag

Nemendur sækja stundaskrár sínar í skólann í dag.
Nemendur sækja stundaskrár sínar í skólann í dag.
Nemendum VMA verða afhentar stundaskrár í dag og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudag kl 09:55. Þar með hefst skólastarfið á nýju afmælisskólaári, á næsta ári fagnar VMA 30 ára afmæli sínu. Um 1200 nemendur eru skráðir í dagskóla, þar af eru um 220 nýnemar. Heildarfjöldi nemenda á haustmisseri liggur ekki fyrir því enn er opið fyrir skráningu nemenda í fjarnám.

Nemendum VMA verða afhentar stundaskrár í dag og kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá á morgun, fimmtudag kl 09:55. Þar með hefst skólastarfið á nýju afmælisskólaári, á næsta ári fagnar VMA 30 ára afmæli sínu. Um 1200 nemendur eru skráðir í dagskóla, þar af eru um 220 nýnemar. Heildarfjöldi nemenda á haustmisseri liggur ekki fyrir því enn er opið fyrir skráningu nemenda í fjarnám.

Stundatöflur nemenda verða afhentar í Gryfjunni, aðalsal skólans, í dag sem hér segir:

Kl. 9:30 - 10:00   Útskriftarnemar.
Kl. 10:00 - 11:00  Félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut og vélstjórnarbraut.
Kl. 11:00 - 12:00  Aðrar brautir.
Kl. 13:00 - 14:00  Nýir nemendur.

Á morgun, fimmtudaginn 22. ágúst, skulu nýnemar – þeir sem eru fæddir 1997 og eru að hefja nám við VMA – mæta á fund kl. 08:30 í Gryfjunni, aðalsal skólans, með umsjónarkennurum. Aðrir nýir nemendur í VMA og þeir sem eru að koma aftur í skólann eftir hlé á námi eiga einnig að mæta í fyrramálið í Gryfjuna kl. 08.30 þar sem námsráðgjafar hitta þá og fara yfir ýmsa praktíska hluti með þeim. Áhersla er lögð á að  bæði nýnemar og aðrir nýir nemendur mæti í Gryfjuna í fyrramálið.

Kennsla hefst síðan samkvæmt stundaskrá á morgun kl. 09:55.

Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoðarskólameistari VMA, segir að margar af verknámsbrautum skólans séu fullbókaðar – það eigi til dæmis við um grunndeildir málm- og rafiðna. Á nokkrum námsbrautum eru nemendur á biðlista og það kemur í ljós eftir að nemendur hafa tekið stundaskrár hvort laus pláss losna og nemendur á biðlista komast inn. Enn er mögulegt að bæta við nemendum á stúdentsbrautir skólans.

Sigríður Huld segir að í vetur verði unnið af ýmsum þróunarverkefnum í skólanum. Áfram verði unnið að gerð nýrrar skólanámskrár, nú með meiri áherslu á einstaka námsbrautir og námsáfanga. Þá segir hún að unnið verði í samstarfi við aðra skóla um endurskoðun námskrár í verknámsgreinum.

„Þá er það ásetningur okkar að gera félagslífið hér í skólanum sýnilegra en áður og að því munum við vinna markvisst. Því er oft haldið fram að hér sé lítið félagslíf en því fer víðs fjarri. Hér er fjölbreytt og öflugt félagslíf nemenda og við munum leggja áherslu á að gera það sýnilegra í vetur,“ segir Sigríður Huld.