Fara í efni  

Stúdent frá VMA fyrir aldarfjórđungi - nćsti sóknarprestur í Laufási

Stúdent frá VMA fyrir aldarfjórđungi - nćsti sóknarprestur í Laufási
Séra Gunnar Einar Steingrímsson.

Kjörnefnd hefur valiđ Akureyringinn séra Gunnar Einar Steingrímsson í embćtti sóknarprests í Laufásprestakalli í Eyjafjarđar- og Ţingeyjarprófastdćmi. Eftir ađ hafa starfađ í Noregi undanfarin ár kemur hann aftur heim á fornar slóđir. Fyrir um aldarfjórđungi, áriđ 1994, brautskráđist Gunnar sem stúdent af uppeldisbraut í VMA. Strax á ţeim tíma var hann ákveđinn í ţví ađ lćra til prests og ţađ gekk eftir. Leiđin úr VMA í Laufás var sem sagt aldarfjórđungs löng, sr. Gunnar verđur formlega sóknarprestur í Laufási frá 1. nóvember nk., í sókninni ţar sem hann hefur alltaf haft áhuga ađ starfa. Gamall draumur hefur rćst.

Sem fyrr segir lauk sr. Gunnar stúdentsprófi frá VMA áriđ 1994, á tvítugs afmćlisdaginn sinn, 18. desember. Eiginkonu sinni, Erlu Valdísi Jónsdóttur, sjúkraţjálfara, kynntist hann í VMA. Hún lauk stúdentsprófi af íţróttabraut voriđ 1994 međ ţađ í huga ađ fara í nám í sjúkraţjálfun.

Gunnar rifjar upp ađ tíminn í VMA hafi veriđ einstaklega skemmtilegur. Fyrsta áriđ var hann í MA en ákvađ ađ fćra sig um set upp á Eyrarlandsholtiđ af ţeirri ástćđu ađ ţar ćtti hann auđveldara međ ađ rađa saman áföngum til undirbúnings fyrir guđfrćđina. „Ég var bara átta ára gamall ţegar ég ákvađ ađ fara í guđfrćđi. Uppeldisbrautin í VMA hentađi afar vel sem undirbúningur fyrir háskólanám. Minningar frá tímanum í VMA eru yndislegar. Ég man ađ félagslífiđ var gott, skólinn hafđi mjög öflugt Gettu betur liđ á ţessum tíma og Íţróttadagurinn – keppni nemenda í VMA og MA – er eftirminnilegur,“ segir Gunnar.

Gunnar hóf ungur ađ árum ađ vinna í kirkjulegu starfi, veturinn 1989-1990, ţá fimmtán ára gamall, hafđi hann umsjón međ yngri deild KFUM í Sunnuhlíđ á Akureyri ásamt Davíđ Inga Guđmundssyni. Áriđ 1991 hóf Gunnar ađ stýra starfi Ćskulýđsfélags Akureyrarkirkju og síđan hefur hann komiđ óslitiđ ađ kristilegu starfi á einn eđa annan hátt.

Auk kirkjulega starfsins vann Gunnar ýmislegt á sínum yngri árum, t.d. í byggingarvinnu og frystihúsi og var um tíma á sjó. Einnig hefur hann kennt og unniđ á leikskólum. Ţá hefur hann mikla reynslu af starfi međ fötluđum og ţroskahömluđum.

Sr. Gunnar lauk BA-gráđu í guđfrćđi frá guđfrćđideild Háskóla Íslands 2004, kennslufrćđi til kennsluréttinda í grunn- og framhaldsskólum lauk hann frá HA áriđ 2007 og djáknaprófi frá Háskóla Íslands 2008. Áriđ eftir var hann vígđur djákni til Grafarvogssóknar.

Áriđ 2012 flutti fjölskyldan til Noregs ţar sem Gunnari bauđst ađ gerast afleysingaprestur í Beitstad og jafnframt ađ ljúka guđfrćđinámi í Oslóarháskóla . Ađ námi loknu vígđist Gunnar til prests í Niđurósdómkirkju 30. ágúst 2015 og síđan hefur hann veriđ fastráđinn prestur í Beitstad, ţar ţjónar hann ţremur sóknum og eru sóknarbörnin samtals um 3.500.

Beistad er í Ţrćndalögum, innst í Ţrándheimsfirđi. Á sumrin getur orđiđ bćrilega hlýtt á ţessum slóđum, um ţrjátíu stiga hiti, en á vetrum fer frostiđ stundum niđur undir ţrjátíu stig.

Eiginkona Gunnars, Erla Valdís, er frá Grenivík og foreldrar hennar og fleiri úr fjölskyldunni búa ţar. „Laufás hefur veriđ draumastađurinn minn frá ţví ég man eftir mér. Ţađ má ţví segja ađ draumur hafi rćst,“ segir Gunnar.

Gunnar segir ađ ţó svo ađ hann hafi lengi átt sér ţann draum ađ ţjóna í Laufási hafi ţađ ekki legiđ alveg í augum uppi ađ sćkja um starfiđ, enda hafi fjölskyldunni liđiđ afskaplega vel í Noregi og hann hafi haft mikla ánćgju af preststarfinu ţar. En spurningin hafi fyrst og fremst veriđ sú hvort fjölskyldan ćtlađi ađ búa áfram í Noregi og myndi ţá ekki flytja til Íslands í bráđ eđa ađ Gunnar myndi sćkja um sóknarprestsstarfiđ í Laufási og fjölskyldan flytja ţá heim ef hann myndi fá starfiđ. „Eiginlega má segja ađ viđ höfum spurt okkur spurningarinnar; viljum viđ heim eđa ćtlum viđ ađ vera áfram í Noregi? Niđurstađan var sú ađ viđ vildum flytja heim,“ segir Gunnar.

Laufásprestakall veitist frá 1. nóvember nk. Gunnar mun hins vegar vinna uppsagnarfrestinn í Beitstad til ársloka og flytur heim um miđjan janúar ásamt tveimur yngri börnum ţeirra hóna. Elsti sonurinn verđur ásamt móđur sinni í Noregi til vors ţar sem hann lýkur framhaldsskóla.

Ekki ađeins mun sr. Gunnar ţjóna í Laufáskirkju, í prestakallinu eru einnig kirkjur á Grenivík, Svalbarđsströnd, Illugastöđum, Hálsi og Draflastöđum í Fnjóskadal, einnig mun hann ţjóna í Ţorgeirskirkju í Ljósavatnsskarđi og Lundarbrekku í Bárđardal.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00