Fara í efni

Stórskemmtilegt rafrænt bingó í byggingadeildinni

Jóhann Þorsteinsson stjórnaði hinu rafræna bingói.
Jóhann Þorsteinsson stjórnaði hinu rafræna bingói.

Nemendur og kennarar í byggingadeild luku haustönn 2020 í dag með rafrænu bingói. Um fjörutíu nemendur tóku þátt sem verður að teljast fín þátttaka. Til mikils var að vinna, safnað hafði verið nokkrum bingóvinningum og þeim ekki af lakara taginu. Fyrirtæki sýndu enn einu sinni hug sinn í verki gagnvart Verkmenntaskólanum og gáfu afar höfðinglega vinninga í bingóið sem allir nýtast verðandi smiðum mjög vel. Þennan mikla og höfðinglega stuðning ber að þakka alveg sérstaklega og sendir skólinn fyrirtækjunum sem gáfu vinningana – Byko, Ferrozink, Húsasmiðjunni, Johan Rönning, Verkfærasölunni og Þór - hugheilar jólakveðjur.

Jóhann Þorsteinsson kennari í byggingadeild var bingóstjóri og stjórnaði hann bingóinu eins og sá sem valdið hefur. Bragi Óskarsson, kollegi Jóhanns í byggingadeildinni, var aðstoðarbingóstjóri. Hans hlutverk var að hvetja menn til dáða og sýna viðstöddum hina glæsilegu bingóvinninga í gegnum fjarfundabúnaðinn.

Bingóið var spilað í gegnum Google Meet fjarfundakerfið og voru flestir þátttakenda staðsettir utan skólans en nemendur á fimmtu önn voru í verknámi í skólanum með Halldóri Torfa Torfasyni kennara og var gert hlé á námi þeirra á meðan á bingóinu stóð.

Spilaðar voru átta umferðir og var það mál manna að afar vel hafi til tekist, bingóið tókst glimrandi vel og var skemmtilegt krydd í lok óvenjulegrar haustannar þar sem kórónuveiran hefur því miður stolið senunni og gert bæði nemendum og kennurum lífið leitt í náminu.

Spilaðar voru átta umferðir og þetta varð niðurstaðan:

1. umferð - B -röðin lóðrétt: Vinningshafi Dagur Freyr Jónassson - 2. ár Vinningur: Bosch Gluey límbyssa frá Byko og Makita bitasett frá Þór

2. umferð - fyrstu fimm tölurnar. Vinningshafi: Daði Jónsson - 3. ár. Vinningur: Staco sporjárnasett og bitasett frá Húsasmiðjunni.

3. umferð - standandi bingó: Vinningshafi: Gígja Jónsdóttir - 3. ár. Vinningur: Makita bitasett fá Þór - stærra settið.

4. umferð - lítill kassi. Vinningshafi: Alexander Þór Krawczyk - 2. ár.  Vinningur: 15 þús kr gjafabréf frá Ferrozink.

5. umferð – Ó-röðin lóðrétt. Vinningshafi: Eyvindur Jóhannsson - 3. ár. Vinningur: Blaklader vinnubuxur, hnjápúðar og belti frá Johann Rönning.

6. umferð - stór kassi. Vinningshafi: Gígja Jónsdóttir - 3. ár. Vinningur: Bosch Go skrúfvél frá Byko og 15 þús. kr gjafabréf frá Ferrozink.

7. umferð - einhver ein röð lóðrétt. Vinningshafi: Jón Tryggvi Alfreðsson - 3. ár. Vinningur: Hikoki 18v skrúfvél og Mascot peysa frá Húsasmiðjunni.

8. umferð - allt spjaldið. Vinningshafi: Þorsteinn Bjarkason - 2. ár. Vinningur: Milwaukee skrúfvél og hjólsög frá Verkfærasölunni.