Stóri uppskerudagur vorannar í VMA í dag

Það verður mikið um að vera í dag í VMA þegar á sjöunda tug nemenda kynna lokaverkefni sín. Þetta eru stálsmíðanemar, nemendur á stúdentsprófsbrautum, nemendur á sjúkraliðabraut og vélstjórnarnemar.
Sýning á smíðagripum stálsmíðanema
Stálsmíðanemar sýna smíðagripi sína kl. 11:30 til 13:00 á planinu norðan við húsnæði málmiðndeildar, ef veður leyfir, annars inni í rými málmiðnbrautar.
Stálsmíðanemarnir sem eru að ljúka námi sínu eru:
Almar Ingi Gíslason
Atli Bergþór Arnarsson
Dagur Orri Þorvaldsson
Heiðar Jökull Hafsteinsson
Jón Steinar Árnason
Jörundur Traustason
Rannveig Helgadóttir
Steindór Óli Tobíasson
Þorkell Björn Ingvason
Kynningar á lokaverkefnum nemenda á stúdentsprófbrautum
Lokaverkefni nemenda á stúdentsprófsbrautum verða kynnt í dag í stofu B-04. Áætlað er að kynningarnar standi yfir frá kl. 08:30 til 15:30:
- 08:30 - Mikilvægasta manneskjan ert þú: Umfjöllun um sjálfsmynd, áhrif samfélagsmiðla og afleiðingar þeirra – Guðmundur Gabríel Ingþórsson, fjölgreinabraut.
- 08:40 – Tölvuleikjafíkn – Adam Snær Kristjánsson, félags- og hugvísindabraut.
- 08:50 – Þróun sjálfsmyndar í nútímasamfélagi – Þórhildur Ragúels Heimisdóttir, fjölgreinabraut.
- 09:00 - Er þess virði að nota vefaukandi stera til að vinna mót? - Karitas Líf Þórarinsdóttir, íþrótta- og lýðheilsubraut.
- 09:10 - Nýjar leiðir í baráttunni við riðuveiki á Íslandi - Bríet Sara Sigurðardóttir, viðskipta- og hagfræðibraut.
- 09:20 – Teygjur - Dagbjört Jóna Tryggvadóttir, íþrótta- og lýðheilsubraut
- 09:30 – Húðkrabbamein - Guðrún Ragna Kristjánsdóttir, fjölgreinabraut og Tanía Sól Hjartardóttir, fjölgreinabraut.
- 09:40 - Það er full vinna að halda sér á réttu róli: Fíkniefni og andleg líðan - Tinna Katrín Sigurðardóttir, fjölgreinabraut
- 10:00 – Golfvellir – Veigar Hreiðarsson, íþrótta- og lýðheilsubraut.
- 10:10 – Áhrif hreyfingar á andlega líðan – Aníta Líf Teitsdóttir, íþrótta- og lýðheilsubraut.
- 10:20 – Manchester City – Kristinn Bjarni Andrason, fjölgreinabraut
- 10:30 - Af hverju eru konu líklegri að slíta krossband í íþróttaþjálfun en karla? - Krista Dís Kristinsdóttir, íþrótta- og lýðheilsubraut.
- 10:40 - Lögreglustarfið og streita: Ósýnileg byrði þeirra sem þjóna - Bergþór Skúli Eyjólfsson, íþrótta- og lýðheilsubraut.
- 10:50 - Stærðfræði sem grunnur fyrir samhljóm - Víkingur Þorri Reykjalín Sigurðsson, náttúruvísindabraut.
- 11:20 - Þróun föðurhlutverksins. Breytingar á karlmennsku og uppeldí í nútímasamfélagi - Sigrún Karen Yeo, félags- og hugvísindabraut.
- 11:30 - Varðveisla kvikmynda - Alexander Skarphéðinsson, fjölgreinabraut.
- 11:40 - Byltingarkennd tónlist. Rokktónlist sem tjáningarform samfélagslegrar baráttu Vesturlandanna - Grétar Ólafur Skarphéðinsson, náttúruvísindabraut.
- 11:50 - Mikilvægi tónlistar í æsku: Sjálfsmynd barna, félags-og tilfinningarþroski þeirra - Sólrún Alda Þ. Arnheiðardóttir, félags- og hugvísindabraut.
- 12:00 – Tónlistariðnaðurinn - Þór Reykjalín Jóhannesson, viðskipta- og hagfræðibraut.
- 12:10 – Beethoven - Indriði Atli Þórðarson, fjölgreinabraut.
- 12:20 - Áróður og fjölmiðlar á stríðstímum – Kristján Ragnar Pálsson, félags- og hugvísindabraut.
- 12:30 - Liverpool: Fótboltinn og ástríðan - Ísak Páll Pálsson, fjölgreinabraut.
- 12:40 - Frá hálsbindi til heimsveldis: Saga og markaðssetning Ralph Lauren - Ísidór Elís Hermannsson, viðskipta- og hagfræðibraut.
- 13:00 - Viðhorf og viðhorfsbreytingar - Örn Marinó Árnason, náttúruvísindabraut.
- 13:10 - Matvendni hjá börnum: Hvernig matarvenjur í æsku móta framtiðarvenjur á fullorðinsárum - Herdís Ósk Stefánsdóttir, félags- og hugvísindabraut.
- 13:20 - Tengsl ofbeldis í tölvuleikjum og í sjónvarpi við raunverulegt ofbeldi - Anna Karlotta Stefánsdóttir, félags- og hugvísindabraut.
- 13:30 - Uppeldisstílar foreldra - Guðrún Björk Leósdóttir, fjölgreinabraut.
- 13:50 – Stúlkur og ADHD – Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir, fjölgreinabraut.
- 14:00 - Tengslamyndun barna á fyrstu árunum – Eva María Hjörleifsdóttir, félags- og hugvísindabraut.
- 14:10 - Sjúkdómur tilgátanna: Meðgöngueitrun - Sesselja Þórðardóttir, náttúruvísindabraut og Kolfinna Líndal Arnarsdóttir, náttúruvísindabraut.
- 14:20 - Konur með ADHD. Hvernig eru einkenni ADHD hjá konum og áhrif þess á líf þeirra? - Dísella Carmen Hermannsdóttir, fjölgreinabraut.
- 14:30 - Jafnréttismál og jafnréttisáætlanir - Óliver Már Víðisson, fjölgreinabraut.
- 14:40 – Fiskeldi – Baldvin Einarsson, viðskipta- og hagfræðibraut.
- 14:50 - Tekjuskattur og áhrif hans á fyrirtæki og heimili á Íslandi - Heiðmar Örn Björgvinsson, viðskipta- og hagfræðibraut.
- 15:00 - Nýting landrýmis - Theodóra Tinna Reykjalín Kristínardóttir, náttúruvísindabraut.
- 15:10 – Erfðafjárskattur - Hilmar Þór Hjartarson, viðskipta- og hagfræðibraut.
- 15:20 - Áhrif samfélagsmiðla á fatastíl: Samfélagsmiðlar og þróun fatastíls ungs fólks - Úlfur A. Travisson Heafield, viðskipta- og hagfræðibraut.
Kynningar á lokaverkefnum vélstjórnarnema
Lokaverkefni vélstjórnarnema verða kynnt kl. 13.30 í dag í Gryfjunni:
- Nýjung í gerð landtengingar fyrir uppsjávarskip við löndun í vinnslu – Aðalbjörn Leifsson.
- Smíði á bát úr áli – Anton Atli Phillips og Emil Ragnarsson.
- Rafhlöðuknúinn ljósastaur – Baldvin Þeyr Björnsson.
- Snúningsbekkur fyrir rör sem verið er að rafsjóða - Birgir Ingvason og Birnir Kristjánsson.
- Færanleg rafstöð – Brynjólfur Máni Sveinsson, Samúel Ingi Björnsson og Tristan Árni Eiríksson.
- Airiopomics aðferð til að rækta plöntur án jarðvegs – Jón Pálmason.
- Teikning og hönnun á frystiklefa – Lárus Stefánsson.
- Trjágreip á dráttarvél til notkunar í skógrækt – Steinar Logi Ágústsson.
- Hönnun á ísetningarborði fyrir flökunarvél fyrir lax, þróun og teikningar – Skarphéðinn Jónsson.
Kynningar á lokaverkefnum sjúkraliðanema
Sjúkraliðanemar kynna lokaverkefni sín í Þrúðvangi – sal matvælabrautar – og hefjast kynningar á þeim kl. 09:00 í dag:
- Hvítblæði - Sigfríður María Garðarsdóttir.
- Sykursýki 2 – Lena Kristín Finnsdóttir.
- Lungnakrabbamein – Safaa Almamou
- Áfengissýki – Svala Huld Jónsdóttir.
- Parkinson sjúkdómurinn – Þórey Alda Pálsdóttir.
- Legusár – Karen Sveinsdóttir
- Guillain-Barré syndrome – Steinunn Ósk Ólafsdóttir.
- Alzheimer – Guðrún Kristín Helgudóttir.