Fara í efni

Stolt af VMA-samfélaginu

VMA-nemar á Styrkleika-deginum.
VMA-nemar á Styrkleika-deginum.

Á heimasíðu Krabbameinsfélags Íslands var í síðustu viku birt skemmtileg frétt þar sem sagt er frá Styrkleikum VMA sem nemendafélagið Þórduna stóð fyrir til styrktar Krabbameinsfélagi Íslands. Í fréttinni er rætt við Guðmar Gísla Þrastarson ritara Þórdunu og Katrínu Júlíu Pálmadóttur enskukennara í VMA sem á sæti í stjórn Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. 

„Það var yndislegt að sjá að það var alltaf einhver að labba með fjólublátt kefli í kringum skólann, maður varð bara pínu stolt af samfélaginu sínu,“ segir Katrín Júlía m.a. í fréttinni.