Fara í efni

Stofnfundur Femínistafélags VMA nk. föstudag

Stofnfundur Femínistafélags VMA verður haldinn föstudaginn 14. mars kl. 13:15 í stofu í C-04 í VMA. Fundarboðendur hvetja alla þá sem hafa áhuga á jafnréttismálum og vilja fræðast um þau mál að koma á stofnfundinn.

Stofnfundur Femínistafélags VMA verður haldinn föstudaginn 14. mars kl. 13:15 í stofu í C-04 í VMA. Fundarboðendur hvetja alla þá sem hafa áhuga á jafnréttismálum og vilja fræðast um þau mál að koma á stofnfundinn.

Nú þegar hafa níu framhaldsskólar stofnað sambærileg femínistafélög – sem hafa það fyrst og fremst á stefnuskránni að vinna að jafnrétti kynjanna - og nú er sem sagt komið að stofnfundi í VMA. Allir nemendur og kennarar skólans eru boðnir velkomnir.
Nú þegar hefur verið stofnuð síða á Facebook sem ber einfaldlega heitið Femínistafélag VMA.

Fundarboðendur vilja koma því á framfæri að enn vanti fólk í stjórn félagsins og þeir sem hafi áhuga geti boðið fram krafta sína á stofnfundinum á föstudag.