Fara í efni

Stöðupróf í portúgölsku, litháísku, spænsku, þýsku, bosnísku, króatísku, serbnesku og úkraínsku

Stöðupróf í úkraínsku verður haldið í Menntaskólanum á Akureyri og Menntaskólanum við Sund 21. janúar 2026 kl. 15:00. Prófið er skriflegt og munnlegt. Skráningu lýkur 16. janúar og skráning fer fram hér eða með QR kóða. Prófgjald er 25.000 kr. og próftökuréttur háður því að prófgjald hafi verið greitt.

Stöðupróf í portúgölsku, litháísku, spænsku og þýsku verða haldin af Menntaskólanum við Sund 27. janúar 2026. Hægt er að skrá sig hér. Frekari upplýsingar um tímasetningu og prófgjald veitir Menntaskólinn við Sund.

Stöðupróf í bosnísku, króatísku og serbnesku verða á vegum Fjölbrautarskóla Snæfellinga 9. febrúar 2026 kl. 10:00. Prófgjald er 18.000 kr. sem þarf að greiða fyrir 4. febrúar. Nemendur skrá sig með því að senda póst á agnes@fsn.is með upplýsingum um nafn, kennitölu og skóla. Nánari upplýsingar hér.