Stjórn Samtaka iðnaðarins í heimsókn

Á dögunum komu í heimsókn í VMA Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarmenn í samtökunum og tóku Benedikt Barðason skólameistari og Unnur Ása Atladóttir sviðsstjóri iðn- og starfsnáms í skólanum á móti hinum góðu gestum.
Benedikt og Unnur Ása áttu gott spjall við fulltrúa Samtaka iðnaðarins um framtíðaráskoranir í verknámi, húsnæðismál skólans, fyrirhugaða nýbyggingu, mikilvægi VMA fyrir búsetuskilyrði og atvinnulíf á svæðinu og margt fleira. Einnig skoðuðu gestirnir verknámsbrautir skólans.
Samtök iðnaðarins hafa lengi verið afar mikilvægur liðsmaður í viðgangi og vexti verknáms á Ísland. Fyrir það eiga þau mikið hrós skilið.
Framkvæmdastjóra SI og stjórnarfólki eru færðar bestu þakkir fyrir heimsóknina og mikinn áhuga á eflingu náms í skólanum.