Fara í efni

Stjórn Samtaka iðnaðarins í heimsókn

Benedikt skólameistari og Unnur Ása sviðsstjóri með hinum góðu gestum frá Samtökum iðnaðarins við að…
Benedikt skólameistari og Unnur Ása sviðsstjóri með hinum góðu gestum frá Samtökum iðnaðarins við aðalinngang skólans.

Á dögunum komu í heimsókn í VMA Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og stjórnarmenn í samtökunum og tóku Benedikt Barðason skólameistari og Unnur Ása Atladóttir sviðsstjóri iðn- og starfsnáms í skólanum á móti hinum góðu gestum.

Benedikt og Unnur Ása áttu gott spjall við fulltrúa Samtaka iðnaðarins um framtíðaráskoranir í verknámi, húsnæðismál skólans, fyrirhugaða nýbyggingu, mikilvægi VMA fyrir búsetuskilyrði og atvinnulíf á svæðinu og margt fleira. Einnig skoðuðu gestirnir verknámsbrautir skólans.

Samtök iðnaðarins hafa lengi verið afar mikilvægur liðsmaður í viðgangi og vexti verknáms á Ísland. Fyrir það eiga þau mikið hrós skilið.

Framkvæmdastjóra SI og stjórnarfólki eru færðar bestu þakkir fyrir heimsóknina og mikinn áhuga á eflingu náms í skólanum.