Fara í efni  

Stíft unniđ í bifvélavirkjuninni til 19. maí

Stíft unniđ í bifvélavirkjuninni til 19. maí
Nemendur í bifvélavirkjun í dag.

Sex nemendur stunda nám á síđustu önn í bifvélavirkjun og útskriftast í vor. Ţeir komu aftur í skólann sl. mánudag og verđa í verklegum tímum til 19. maí nk. Ţessum sex nemendum er skipt upp í tvo ţriggja manna hópa, annar ţeirra er frá átta á morgnana til hádegis og seinni hópurinn kemur í hádeginu og er til fjögur á daginn.

Bragi Finnbogason brautarstjóri í bíliđngreinum segir ađ ţađ hafi vissulega sett strik í reikninginn ţegar hćtta ţurfti kennslu frá og međ 16. mars sl., ţví ţá átti eftir ađ fara yfir efni áfanga sem kennsluáćtlunin gerđi ráđ fyrir ađ ljúka á síđustu vikum skólaársins. Viđ ţessu hafi ţurft ađ bregđast og hluti námsefnisins, sem átti ađ vera verklegur, hafi veriđ fćrđur yfir í fjarnám.

Einn ţessara áfanga snýr ađ vistvćnum ökutćkjum, ţ.e. ţau sem ganga fyrir öđru en jarđefnaeldsneyti. Ţegar litiđ var inn í kennslustund í bifvélavirkjuninni í dag voru nemendur ađ kynna sér hvađ til ţurfi til ţess ađ breyta bensínbíl í ökutćki sem nýtir metan sem orkugjafa.

Annar áfangi sem út af stóđ ţegar samkomubann skall á í mars lýtur ađ öryggisbúnađi bifreiđa, m.a. loftpúđum, og segir Bragi ađ til ţess ađ setja upp verklegar ćfingar varđandi öryggismálin hafi hann fengiđ lánađar bifreiđar. Verkstćđin á Akureyri hafa veriđ mjög liđleg međ ađ útvega námsbrautinni bíla og ţađ sama megi segja um Bílapartasöluna í Austurhlíđ og fyrir ţessi liđlegheit beri ađ ţakka.

Bragi segir ađ tíminn verđi nýttur eins vel og mögulegt sé til 19. maí til ţess ađ unnt verđi ađ komast yfir sem allra mest af ţví efni sem ćtlunin hafi veriđ ađ kenna nemendum á önninni.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00