Fara í efni  

Stefni á atvinnumennsku

Stefni á atvinnumennsku
Aron Dagur Birnuson í landsliđstreyjunni.

„Ég er mjög einbeittur í ađ ná árangri í fótboltanum og minn draumur er ađ verđa atvinnumađur,“ segir Aron Dagur Birnuson, sextán ára nýnemi á íţrótta- og lýđheilsubraut VMA og markvörđur U-17 landsliđs Íslands í knattspyrnu.

Aron Dagur var í eldlínunni í liđinni viku međ U-17 landsliđinu ţegar liđiđ mćtti Kasakstan, Grikklandi og Danmörku í forkeppni Evópumóts landsliđa í ţessum aldursflokki. Sigur vannst á Kasakstan, jafntefli gegn Grikkjum en liđiđ tapađi fyrir Dönum. Niđurstađan ţriđja sćtiđ í riđlinum sem ađ óbreyttu dugar ekki til ţess ađ liđiđ komist áfram í milliriđil. Aron Dagur vakti verđskuldađa athygli fyrir frammistöđu sína og í leiknum gegn Grikkjum var hann ásamt öđrum leikmanni íslenska liđsins valinn besti mađur liđsins. „Auđvitađ er ég svekktur ađ viđ skyldum ekki komast áfram en ţetta fer í reynslubankann. Ţarna vorum viđ m.a. ađ spila viđ marga stráka sem spila í stóru klúbbunum í bćđi Grikklandi og Danmörku,“ segir Aron Dagur.

Fótbolta segist Aron Dagur hafa stundađ frá fjögurra ára aldri. Hann býr á Brekkunni og er ţví í KA. „Til ađ byrja međ var ég ekki í markinu. En ćtli ég hafi ekki veriđ ellefu eđa tólf ára gamall ţegar ég byrjađi ađ spila sem markmađur. Fyrst kom ţetta ţannig til ađ vinur minn sem var alltaf í marki meiddist og ţá var ég settur í markiđ. Síđan var ekki aftur snúiđ. Ţetta er skemmtileg stađa ađ spila en henni fylgir vissulega mikil ábyrgđ og ţađ á vel viđ mig, ég vil gjarnan taka ábyrgđ,“ segir Aron Dagur og upplýsir ađ hans helstu fyrirmyndir séu markmenn stórliđanna Bayern Munchen og Barcelona.

„Ţađ er auđvitađ stefnan ađ komast einhvern tímann í atvinnumennsku en til ţess ađ ţađ megi verđa ţarf ég ađ ćfa mig mjög vel og vera einbeittur. Sandor Matus hefur veriđ minn helsti ţjálfari og ég á honum mikiđ ađ ţakka. Síđan lćri ég mikiđ af meistaraflokksmarkmönnum KA, Fannari Hafsteinssyni og Srdjan Rajkovich. Einnig hefur Túfa, ađalţjálfari meistaraflokks KA, kennt mér mikiđ og almennt vil ég segja ađ allir ţjálfarar yngri flokka KA hafa unniđ frábćrt starf, sem sýnir sig í einstaklega góđum árangri hjá yngri flokkum félagsins.“

Aron Dagur segir ađ hann sé kominn yfir ţađ ađ vera taugatrekktur ţegar hann fer í leiki. „Nei, ég er mjög rólegur í leikjum. Í mínum huga er alveg ljóst ađ ţađ skiptir öllu máli til ţess ađ ná árangri ađ hausinn sé í lagi. Núna ţegar löngu keppnistímabili er ađ ljúka ćtla ég ađ hvíla mig vel áđur en ég byrja síđan ćfingar af fullum krafti aftur. Í vetur verđur meiri áhersla á ađ bćta líkamlegan styrk og tćkni,“ segir Aron Dagur sem nú er genginn upp úr ţriđja flokki KA í annan flokk félagsins. Og hann segir ekkert launungarmál ađ hann hafi í framtíđinni mikinn metnađ til ţess ađ verđa ađalmarkvörđur meistaraflokks KA.

Sem fyrr segir er Aron Dagur á fyrsta ári á íţrótta- og lýđheilsubraut VMA. Honum líst mjög vel á námiđ og segir takmarkiđ ađ ljúka stúdentsprófinu.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00