Fara í efni

Stefanía Daney með gull og silfur í Antwerpen

Stefnía Daney með gull og silfur frá Antwerpen.
Stefnía Daney með gull og silfur frá Antwerpen.
Afrekskonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir, sem er nemandi á öðru ári í VMA, heldur áfram að gera það gott í frjálsíþróttum. Fyrr í þessum mánuði tók hún í Special Olympics European Summer Games í Antwerpen í Belgíu og þar gerði hún sér lítið fyrir og vann sigur í langstökki og vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi. Stefanía Daney var einnig í 4x100 metra boðhlaupssveit Íslands sem lenti í fimmta sæti.

Afrekskonan Stefanía Daney Guðmundsdóttir, sem er nemandi á öðru ári í VMA, heldur áfram að gera það gott í frjálsíþróttum. Fyrr í þessum mánuði tók hún í Special Olympics European Summer Games í Antwerpen í Belgíu og þar gerði hún sér lítið fyrir og vann sigur í langstökki og vann til silfurverðlauna í 200 metra hlaupi. Stefanía Daney var einnig í 4x100 metra boðhlaupssveit Íslands sem lenti í fimmta sæti.

Árangur Stefaníu er athyglisverður þegar þess er gætt að hún hefur ekki æft markvisst og keppt í frjálsíþróttum nema um þrjú ár. Það er því augljóst að hún á framtíðina fyrir sér og markmið hennar er að sjálfsögðu að keppa á Ólympíuleikunum í Ríó í Brasilíu. En áður en að þeim kemur segist hún stefna á mót á næsta ári í Los Angeles í Bandaríkjunum.

„Það var mjög gaman að taka þátt í mótinu í Antwerpen og það skemmdi ekki upplifunina að ná svo góðum árangri. Ég hafði áður átt best 4.27 m í langstökkinu en náði að bæta mig verulega í Antwerpen. Ég var ágætlega upplögð á mótinu og aðstæður voru mjög góðar. Á svona stórum mótum finnur maður alltaf fyrir smá stressi í upphafi en svo hverfur það. Ég elska að keppa á svona stórum mótum og fá tækifæri til þess að ferðast, á þessu Evrópumóti voru þátttakendur frá um fimmtíu þjóðlöndum,“ segir Stefanía Daney.

Hér má sjá frekari upplýsingar um langstökkskeppnina af heimasíðu mótsins í Antwerpen.

Egill Þór Valgeirsson er þjálfari Stefaníu og var hann að sjálfsögðu með henni í Antwerpen. „Fyrir mótið æfði ég svolítið með Hafdísi og öðrum góðum frjálsíþróttamönnum í UFA og það var mjög gaman. Ég stefni að því að að halda áfram að bæta mig og til þess þarf ég að styrkja mig – ég reikna með því að lyfta dálítið í vetur,“ segir Stefanía Daney Guðmundsdóttir