Fara í efni

Stefán Boulter með þriðjudagsfyrirlestur

Stefán Boulter, myndlistarmaður og kennari.
Stefán Boulter, myndlistarmaður og kennari.

Stefán Boulter, myndlistarmaður og kennari, heldur fyrirlestur í dag, þriðjudaginn 25. nóvember, kl. 17 í Ketilhúsinu sem hann nefnir Handverk er hugmynd. 

Fyrirlesturinn er í röð svokallaðra Þriðjudagsfyrirlestra sem efnt er til á þriðjudagseftirmiðdögum á haustönn í Ketilhúsinu á vegum listnámsbrautar VMA, Listasafnsins á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri.

Í fyrirlestrinum ræðir Stefán um sín eigin verk en Stefán hefur verið ötull talsmaður þess að sameina aftur handverk og hugmynd í listsköpun. Hann  flokkar verk sín sem „kitsch“ en til að lýsa þeim á auðskiljanlegri hátt kallar hann þau einnig „ljóðrænt raunsæi“.

Stefán Boulter nam myndlist í Bandaríkjunum, Ítalíu og Noregi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði á Íslandi og erlendis. Hann kennir við Myndlistaskólann á Akureyri.

Enginn aðgangseyrir er á fyrirlesturinn og eru allir velkomnir.