Fara í efni

Starfsfólk starfsbrautar á námskeiði

Kennarinn, Svanhildur Svavars Kristjánsson.
Kennarinn, Svanhildur Svavars Kristjánsson.

Meirihluti starfsfólks við Starfsbraut VMA sótti þann 1. og 2. júní sl. námskeiðið "Árangursríkar leiðir í starfi fyrir nemendur með einhverfu og aðrar sérþarfir á framhaldsskólastigi".
Meðal annars var fjallað um leiðir sem sýndu hvernig má vinna með nemendur med sérþarfir og eða einhverfu/ofvirkni á framhaldskólastigi. Fjallað var um nýjustu rannsóknir varðandi vinnu með nemendur á einhverfurófinu og aðferðir sem efla kennslu fyrir nemendur með einhverfu.
Einnig var sagt frá leiðum til að efla félagslegan skilning og samvinnu meðal nemenda og leiðir til að efla færni í samskiptum. Sýnd voru nokkur myndbönd sem sýna leiðir til að nota sjónrænt skipulag og farið yfir hvernig á að setja upp skipulag sem stuðlar að betra námi og færni nemenda í framhaldsskólum og leiðir sem stuðla að meiri virkni í námi nemenda með einhverfu eða Asperger greiningu.
Kennari á námskeiðinu var Svanhildur Svavars Kristjánsson sem er með sérkennarapróf og próf í talmeinafræði frá Noregi. Hún lauk meistaragráðu í talmeinafræði frá Háskólanum í Chapel Hill
Norður Carolinu samhliða starfsnámi hjá TEACCH þar sem hún gerði rannsókn á áhrifum skipulags á boðskiptafærni einhverfra. Svanhildur hefur starfað með teymi frá TEACCH til margra ára við að kenna og þjálfa starfsfólk út um allan heim sem vinnur með einhverfa á öllum aldri. Hún er viðurkenndur TEACCH trainer.
Hún hefur skrifað margar greinar um einhverfu, málörvun, snemmtæka íhlutun og greinar um hvernig skuli setja af stað kennslustofur fyrir einhverfa nemendur, ásamt starfsþjálfun og mikilvægi þess að kenna lestur. Svanhildur hefur áratuga reynslu af talþjálfun barna og fullorðinna. Hún starfar nú sem sérstakur leiðbeinandi og kennari fyrir kennara nemenda með einhverfu í Bandaríkjunum þar sem hún býr.