Fara í efni

Staða myndlistar á Akureyri rædd í þriðjudagsfyrirlestri

Lárus H. List, form. Myndlistarfélagsins.
Lárus H. List, form. Myndlistarfélagsins.

Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins, heldur þriðjudagsfyrirlestur í dag, 29. nóvember, kl. 17:00-17:40 í Ketilhúsinu á Akureyri. Yfirskrift fyrirlestursins er Myndlist á Akureyri: Horft um öxl og fram á veginn. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Í fyrirlestrinum fjallar Lárus um Myndlistarfélagið, fortíð þess og framtíð, hvað hefur áunnist síðan félagið var stofnað og verkefnin sem framundan eru. Einnig mun hann tala um Listagilið í sögulegu samhengi og mikilvægi þess fyrir listalíf Akureyrar. 

Fyrirlesturinn er í röð fyrirlestra síðdegis á þriðjudögum í vetur og er um að ræða samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, VMA, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Fyrirlesturinn í dag er sá síðasti á þessu ári en þráðurinn verður tekinn upp á nýju ári og þá verða fleiri spennandi fyrirlestrar.