Fara í efni

Spunaleikur í löngu frímínútum

Valþór og Sindri Snær í leikspunanum í Gryfjunni.
Valþór og Sindri Snær í leikspunanum í Gryfjunni.

Menningaruppákomur af ýmsum toga hafa verið í Gryfjunni í löngu frímútum í vetur og hafa nemendur sjálfir ofast séð um að skemmta skólafélögum sínum. Í dag stigu á svið í Gryfjunni krakkarnir úr leikfélagi VMA, Yggdrasil, sem fóru suður yfir heiðar í síðustu viku og hrepptu þriðja sætið í „Leiktu betur“ – leiklistarkeppni framhaldsskólanna.

Eins og í keppninni í Borgarleikhúsinu sýndu fjórmenningarnir leikspuna.  Valþór Pétursson og Sindri Snær Konráðsson túlkuðu með látbragði en þau Egill Bjarni Friðjónsson og Brynja Ploy töluðu fyrir þau. Óhætt er að segja að þeim hafi tekist vel upp og ekki er að undra að þau hafi tekið bronsverðlaunin úr „Leiktu betur“ með sér norður yfir heiðar!

Þessar myndir voru teknar í Gryfjunni í morgun og hér er myndband af spunaleiknum sem Hilmar Friðjónsson kennari tók.