Fara í efni

Spreyttu sig á piparkökuskreytingum

Einbeitt í piparkökuskreytingunum.
Einbeitt í piparkökuskreytingunum.

Eins og vera ber er eitt og annað í íslenskri menningu og siðum fólki af erlendum uppruna nokkuð framandi. Á aðventu hafa margir þá föstu hefð hér á landi að skreyta piparkökur með glassúr í öllum regnbogans litum. 

Í dag fengu nemendur Jóhannu Bjarkar Sveinbjörnsdóttur frá m.a. Sýrlandi og Úkraínu að spreyta sig á piparkökuskreytingum. Ekki var annað að sjá en þeir hefðu mikla ánægju af.

Útkoman var glæsileg, eins og sjá má á þessum myndum.