Fara í efni

Söngkeppni VMA í Hofi í kvöld

Horft af sviðinu út í sal Menningarhússins Hofs.
Horft af sviðinu út í sal Menningarhússins Hofs.

Sturtuhausinn - Söngkeppni VMA verður haldin í Menningarhúsinu Hofi í kvöld kl. 20:00 og má ætla að henni ljúki um kl. 22:30. Að þessu sinni eru tuttugu lög skráð til leiks, innlend og erlend, og er ánægjulegt að fjögur laganna eru frumsamin.

Hér má sjá skrá yfir lögin tuttugu og flytjendur.

Hljómsveit kvöldins skipa: Tómas Sævarsson hljómborðsleikari er hljómsveitarstjóri, Stefán Gunnarsson spilar á bassa, Hallgrímur Jónas Ómarsson á gítar og Valgarður Óli Ómarsson á trommur. 

Kynnar kvöldsins verða VMA-kennararnir Börkur Már Hersteinsson og Anna Berglind Pálmadóttir.

Í dómnefnd keppninnar verða Erna Gunnarsdóttir, söngkona og enskukennari við VMA, Hjalti Jónsson, stórtenór og sálfræðingur VMA og Magni Ásgeirsson, tónlistarmaður.

Miðasala er á Mak.is og Tix.is.