Fara í efni

Söngkeppni VMA í Hofi í kvöld

Á æfingu fyrir Söngkeppni VMA. Mynd: Pétur Guðj.
Á æfingu fyrir Söngkeppni VMA. Mynd: Pétur Guðj.

Söngkeppni VMA verður í kvöld kl. 20:00 í Menningarhúsinu Hofi. Átján söngatriði verða og er óhætt að segja að þau verði mjög fjölbreytt. Stífar æfingar hafa verið síðustu daga og er óhætt að lofa góðri skemmtun í kvöld. Miðasala er í Menningarhúsinu Hofi og eru allir hvattir til þess að tryggja sér miða sem fyrst.

Æfingar voru fyrir keppnina í fyrrakvöld og síðan aftur í gærkvöld og á hádegi í dag  verður síðan rennsli á dagskrá kvöldsins í Hofi. Hljómsveitarstjóri verður Tómas Sævarsson.

Eins og komið hefur fram verður Eyþór Ingi Gunnlaugsson, fyrrverandi nemandi í VMA og einn af bestu rokksöngvurum landsins, kynnir kvöldsins. Í dómnefndinni verður tónlistarfólkið Lára Sóley Jóhannsdóttir, Rúnar Eff og Magni Ásgeirsson.

Atriði kvöldins verða sem hér segir – í þessari röð:

1. Alexandra Guðný Berglind Haraldsdóttir - Lead me to the cross - Hillsong
2. Tinna Björg Traustadóttir - Till the world ends - Britney Spears
3. Ágúst Gestur Guðbjargarson/Ágúst Máni Jóhannsson - Ring of fire - Johnny Cash
4. Lilja Björg JónsdóttirTorn - Glee
5. Valdís Jósepsdóttir - Without you - Mariah Carey
6. Hannes Ívar Eyþórsson/Sunna Líf Óskarsdóttir - Making plans / Above & Beyond
7. Inga Líf IngimarsdóttirRunaway - Ed Sheeran
8. Brynja Ploy GarðarsdóttirListen - Beyonce
9. Maciej SzymkowiakLífið heldur áfram - frumsamið rapplag
10. Bjarki Þór SævarssonFrumsamið lag
11. Kristín TómasdóttirAcross the World - frumsamið lag
12. Jón Stefán Kristinsson - I´ll make a Man out of You – Úr myndinni Mulan
13. Lilla SteinkeNothing - Greta Karen
14. Fríða Kristín Hreiðarsdóttir - Hero of War - Rise Against
15. Eyþór Arnar Alfreðsson - Gaggó vest - Eiríkur Hauksson
16. Þórdís Alda Ólafsdóttir - New York, New York - Liza Minelli
17. Silva Rún Níelsdóttir - Voodoo Doll - 5 Seconds of Summer
18. Stefanía Tara Þrastardóttir - Heaven is higher - Friðrik Ómar