Fara í efni

Söngkeppni sjö framhaldsskóla í Hofi annað kvöld

Söngkeppnin verður í Hofi annað kvöld.
Söngkeppnin verður í Hofi annað kvöld.

Annað kvöld, laugardagskvöld, verður blásið til Söngkeppni framhaldsskólanna á Norður- og Austurlandi í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri og hefst keppnin klukkan 20:00 – húsið verður opnað kl. 19:30. Þrettán lög verða flutt í Hofi frá sjö skólum. Kynnir verður Akureyringurinn og útvarpsmaðurinn góðkunni, Sigurður Þorri Gunnarsson, sem er gamall VMA-ingur. Hljómsveitina skipa: Hallgrímur Jónas á gítar, Valgarður Óli á trommur, Stefán Gunnars á bassa og Arnar Tryggvason á hljómborð.

Þeir skólar sem taka þátt í keppninni í Hofi annað kvöld eru: Verkmenntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Akureyri, Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra á Sauðárkróki, Framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal, Menntaskólinn á Tröllaskaga í Ólafsfirði, Framhaldsskólinn á Húsavík og Verkmenntaskóli Austurlands í Neskaupstað. Allir skólarnir nema Menntaskólinn á Tröllaskaga verða með tvö söngatriði og er gert ráð fyrir að í öllum tilvikum verði flutt sigurlag úr söngkeppnum og einnig er gert ráð fyrir atriðum sem lentu í öðru sæti en ef það reynist ekki unnt geta skólarnir sent atriði sem lentu í þriðju sætunum í söngkeppnum skólanna.

Eftirfarandi er listi yfir lögin sem munu hljóma í Hofi annað kvöld og flytjendur þeirra:

   

Nöfn keppanda

Lag

Uppr. flytjandi

1

MTR

Marín Líf Gautadóttir, Ólöf Rún Ólafsdóttir, Sólrún Anna Ingvarsdóttir

Love Yourself og Photograph - Mashup

Bieber og Sheeran

2

FNV

Einar Örn Gunnarsson

No Good

Kaleo

3

FNV

Valdís Valbjörnsdóttir

Lightweight

Demi Lovato

4

FSH

Kristín Kjartansdóttir - Söngur og Ágúst Þór Brynjarsson - Gítar

Headlights

Robin Schulz feat. Ilsey - (acoustic cover byr Klara Elias)

5

FSH

Ásgeir Arnar

Charlie Puth

One Call Away

6

MA

Jón Tumi Hrannar

Summer Soft

Stevie Wonder

7

MA

Valgerður María Þorsteinsdóttir og Agla Arnarsdóttir

Gangnam Style

PSY

8

LAUG

Elvar Baldvinsson, Guðjón Jónsson og María Thor

Nothing Really Matters

Mr. Probz

9

LAUG

Þórdís Petra Ólafsdóttir

Will you still love me tomorrow

Carol King

10

VA

Bragi Örn og Óskar Sveinsson á gítar

Nice Guys

Nice Guys

11

VA

Kristín Joy Víðisdóttir // Marta á Píanó og Óskar á gítar

Don't you remember

Adel

12

VMA

Anton Líní Hreiðarsson

Friendship

Frumsamið

13

VMA

Elísa Ýrr Erlendsdóttir

You Know I´m No Good

Amy Winhouse

 

Hof tekur 500 manns í sæti og hafa allir sjö skólarnir fengið úthlutað miðum til þess að selja í sínum skólum. Það má því fastlega gera ráð fyrir að fjöldi framhaldsskólanema úr skólum utan Akureyrar leggi leið sína til bæjarins um helgina.

Dómnefndina skipa: Friðrik Ómar Hjörleifsson, Sumarliði Hvanndal og Erna Hrönn Ólafsdóttir.