Fara í efni

Söngkeppni framhaldsskólanna verður í Hofi

Snæþór Ingi og Rebekka Ýr verða fulltrúar VMA.
Snæþór Ingi og Rebekka Ýr verða fulltrúar VMA.
Nú liggur fyrir að Söngkeppni framhaldskólana verður haldin laugardaginn 5. apríl næstkomandi í Menningarhúsinu Hofi. Sem kunnugt er hefur keppnin farið fram undanfarin ár í Íþróttahöllinni, en nú verður sem sagt sú breyting á að keppnin fer fram í Hofi.

Nú liggur fyrir að Söngkeppni framhaldskólana verður haldin laugardaginn 5. apríl næstkomandi í Menningarhúsinu Hofi. Sem kunnugt er hefur keppnin farið fram undanfarin ár í Íþróttahöllinni, en nú verður sem sagt sú breyting á að keppnin fer fram í Hofi.           
Snæþór Ingi og Rebekka Ýr sigruðu Söngkeppni VMA í febrúar sl. og þau verða því fulltrúar skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna. Keppnin verður haldin á sama tíma og Ak-xtreme og því verður ekki ball eftir keppnina eins og vanalega, enda nóg í bænum að gera.
Líkt og á síðasta ári verður undankeppni haldin sama dag og lokakeppnin eða frá kl. 13 til 16. Tólf atriði komast svo í úrslit sem verða í beinni útsendingu kl. 20 í Ríkissjónvarpinu.
Aðeins 500 miðar verða í boði á lokakeppni Söngkeppninnar og þetta árið mun miðasalan ekki fara  fram í gegnum skólana heldur kaupir hver sinn miða á monitor.is. Miðasala hefst í dag, miðvikudaginn 19. mars, klukkan 16:00. Seljist upp miðar í aðalsal verða 100 miðar seldir í hliðarsal.

Berglind Ottesen og Halldór Arnarsson
Nemendur í FJÖ173