Fara í efni  

Sóley Margrét sjúkraliđanemi heimsmeistari í kraftlyftingum

Sóley Margrét sjúkraliđanemi heimsmeistari í kraftlyftingum
Heimsmeistarinn Sóley Margrét Jónsdóttir.

Ţađ er ekki ofsögum sagt ađ Sóley Margrét Jónsdóttir, sem er á ţriđja ári í sjúkraliđanámi sínu í VMA, er gríđarlega sterk. Hún hefur ćft kraftlyftingar í nokkur ár hjá Kraftlyftingafélagi Akureyrar og hefur ţrívegis hampađ Evrópumeistaratitli en hún bćtti um betur á heimsmeistaramóti unglinga í Saskatchewan í Regina í Kanada sem lauk fyrir helgina og hampađi heimsmeistaratitlinum á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í +84kg flokki stúlkna (14-18 ára).

Í hnébeygju lyfti Sóley Margrét 255 kg, 25 kg meira en sú sem varđ í öđru sćti. Í bekkpressunni lyfti hún 160 kg og vann ţar einnig til gullverđlauna og setti um leiđ Íslandsmet. Í réttstöđulyftunni lyfti Sóley Margrét 207,5 kg og vann ţriđja gulliđ. Samanlagt lyfti hún ţví 622,5 kg og fjórđa gulliđ og ţar međ heimsmeistaratitillinn var í höfn.

Ţađ segir sína sögu um magnađan árangur Sóleyjar ađ ţessi samanlagđa ţyngd var meiri en stúlkan sem sigrađi nćsta aldursflokk fyrir ofan (19-23 ára) lyfti. Hún á heimsmetiđ í sínum aldursflokki í hnébeygju, setti ţađ á Evrópumeistaramótinu í maí sl., en í Regina reyndi hún í tvígang viđ nýtt heimsmet í hnébeygju í U-18 og U-23 en fékk lyfturnar ekki dćmdar gildar. Ađeins herslumuninn vantađi upp á en ljóst er ađ ţađ er bara tímaspursmál hvenćr hún setur nýtt heimsmet.

Grétar Skúli Gunnarsson hefur ţjálfađ Sóleyju Margréti síđan hún byrjađi ađ ćfa kraftlyftingar. Hann sagđi ađ heimsmeistaratitilinn hafi ekki komiđ sér á óvart, enda vćri Sóley Margrét ţrefaldur Evrópumeistari unglinga og öllum ljóst hvađ hún gćti afrekađ á góđum degi. „Viđ vorum ađ gćla viđ ađ hún myndi slá heimsmetiđ í samanlögđu en ţađ tókst ekki ađ ţessu sinni. Hefđi hún fengiđ viđurkenndar lyfturnar í hnébeygjunni hefđi hún slegiđ heimsmetiđ. En hún hefur möguleika á ađ slá metiđ í sínum aldursflokki á HM í opnum flokki fullorđinna í nóvember nk. í Dubai,“ segir Grétar Skúli.

Sem fyrr segir er Sóley Margrét ţrefaldur Evrópumeistari, sömuleiđis ţrefaldur Norđurlandameistari og nú heimsmeistari. Hún varđ átján ára á ţessu ári og er ţví út ţetta ár í ţessum aldursflokki. Grétar Skúli segir ađ hún hafi lyft um 150 kílóum meira í sínum aldursflokki en sú sem varđ í öđru sćti og engin hafi lyft meira í samanlögđu í U-23, 19-23 ára aldursflokknum. „Ţađ er engin spurning í mínum huga ađ Sóley á heilmikiđ inni og hún mun ađ mínu mati ekki toppa fyrr en eftir sex til sjö ár,“ segir Grétar Skúli.

Ţađ er rík hefđ fyrir kraftlyftingum á Akureyri og árangur Kraftlyftingafélags Akureyrar er mjög athyglisverđur. Grétar Skúli var međ fimm keppendur frá félaginu á heimsmeistaramótinu og kemur hópurinn til landsins í fyrramáliđ.

VMA óskar Sóleyju Margréti innilega til hamingju međ heimsmeistaratitilinn.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00