Fara í efni

Snjórinn nýttur til skúlptúragerðar

Tveir af snjóskúlptúrunum.
Tveir af snjóskúlptúrunum.

Alþekkt er að búa til einfalda og klassíska snjókarla en það má líka búa til snjóskúlptúra af ýmsum toga. Það gerðu nemendur í skúlptúráfanga hjá Helgu Björg Jónasardóttur í gær. Nemendur hafa nýtt sér allt milli himins og jarðar í áfanganum til þess að búa til skúlptúra og nú var komið að því að nota snjóinn sem skúlptúrahráefni. Og ekki er annað að sjá en að hugmyndaflugið hafi notið sín í ríkum mæli.

Þessir snjóskúlptúrar fá þó ekki eilíft líf því í dag og á morgun er spáð nokkurra stiga hita og því hætt við að hráefnið láti undan síga.