Fara í efni

Smit í VMA - breytingar á sóttvarnareglum

VMA - mynd Hilmar Friðjónsson
VMA - mynd Hilmar Friðjónsson
Nemandi í VMA hefur greinst með staðfest smit af Covid-19.  Samkvæmt fyrirmælum frá smitrakningarteymi þá eru 15 nemendur í rafiðn og fjórir kennarar í sóttkví til 4. nóvember að aflokinni sýnatöku og neikvæðri niðurstöðu hennar. Skólinn er í nánu samstarfi við smitrakningarteymi varðandi viðbrögð. Búið er að hafa samband við alla sem eiga að fara í sóttkví. Vitað er að viðkomandi nemandi smitaðist ekki hér í skólanum og var í sóttkví við greiningu. 
 
Hvað varðar breyttar sóttvarnareglur sem tilkynntar voru af yfirvöldum í dag þá er ekki alveg ljóst hvað þetta þýðir fyrir framhaldsskólann. Ný reglugerð um skólastarf verður unnin um helgina og við verðum að bíða og sjá hvað þar kemur fram. Um leið og breytingar á skólastarfi verða ljósar verður það tilkynnt til nemenda í tölvupósti og hér á heimasíðu skólans. Svo getur vel verið að allt verði óbreytt skólastarf eins og það hefur verið nú í október, það væri óskandi og einfaldast. 
Þeir áfangar sem nú þegar eru kenndir í fjarkennslu verða það áfram a.m.k. næstu þrjár vikur.
Svo bara höldum við áfram, vonum það besta. Verum extra dugleg að passa upp á okkar persónulegu sóttvarnir. Förum varlega og ef þið finnið fyrir einkennum þá hafið samband við heilsugæsluna. 
 
Gerið eitthvað skemmtilegt um helgina, held að það sé ekkert of snemmt að byrja að setja upp jólaljósin eða setja í nokkrar sortir. 
 
Áfram VMA ❤
Sigríður Huld Jónsdóttir
Skólameistari VMA