Fara í efni

Skyggnst inn í heim öruverufræðinnar

Kíkt í smásjána.
Kíkt í smásjána.

Núna á vorönn er kenndur áfanginn LÍF 3036 - örverufræði þar sem, eins og nafn áfangans gefur til kynna, er fjallað m.a. um örverur frá ýmsum hliðum. Einnig eru bakteríur til umfjöllunar sem og veirur. Þriðjungur kennslunnar eru verklegar æfingar.

Í vikunni voru nemendur í áfanganum, sem Jóhannes Árnason kennir, að þjálfa sig í smásjárnotkun og skoðuðu hár og sýni af ýmsum toga. Ekkert fór á milli mála að nemendunum, sem flestir eru á náttúrufræðibraut, fannst það sem fyrir augu bar mjög áhugavert.