Fara í efni

Upphaf haustannar 2016

Athugið að sú tafla sem birtist í Innu sýnir fyrstu kennsluviku annarinnar, fletta þarf fram um eina viku til að sjá heila kennsluviku.

 

Skrifstofa skólans er opin kl. 8-15 virka daga. Stjórnendur eru komnir til starfa og námsráðgjafar koma til starfa 15. ágúst. 

Töfluafhending verður fimmtudaginn 18. ágúst og verður fyrirkomulag auglýst fljótlega hér á heimasíðu skólans. 

Nýnemar (nemendur fæddir árið 2000 og eru að koma úr grunnskóla) mæta í Gryfjuna fimmtudaginn 18. ágúst kl. 13.30 til að fá stundatöflur sínar afhentar en í kjölfarið hitta nemendur umsjónarkennara sína. Mikilvægt er að allir nýnemar verði í Gryfjunni kl. 14.00 en þaðan fara þeir með umsjónarkennurum sínum í kennslustofu. Áætlað er að nemendur verði með umsjónarkennurum sínum í u.þ.b. klukkustund þar sem þeir fá ýmsar upplýsingar um upphaf skólagöngunnar í VMA. 

Til að efla samstarf heimilis og skóla eru forráðamenn nýnema boðaðir á kynningarfund með námsráðgjöfum og stjórnendum í M01 fimmtudaginn 18. ágúst kl. 16.15-17. Á fundinum verður farið yfir ýmsar upplýsingar er varða skólastarfið.

Nýjir og endurinnritaðir nemendur (fæddir 1999 eða fyrr) sækja stundatöflur sínar kl.13:00 og í framhaldi af því verður haldinn fundur í M-01 kl. 13:30 fimmtudaginn 18. ágúst, mikilvægt er að þeir sem hafa ekki áður verið í VMA eða hafa ekki verið nemendur skólans á síðasta skólaári komi á þann fund.

Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu föstudaginn 19. ágúst. 

Hlökkum til skólaársins með ykkur.

Starfsfólk VMA