Fara í efni

Upphaf haustannar 2018

Starfsfólk á skrifstofu og stjórnendur skólans eru komir til starfa frá og með 7. ágúst 2018. 

Innritun fyrir haustönn 2018 er lokið og eiga allir umsækjendur að hafa fengið svör við umsókn sinni um skólavist á haustönn 2018. Skólinn hefst 20. ágúst en þá mæta nýnemar í skólann 8:30 og hitta umsjónarkennara sína kl 9. Nýir nemendur VMA (fæddir 2001 eða síðar) mæta á fund með námsráðgjafa kl. 11 í M01. Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu þriðjudaginn 21. ágúst. 

Rúmlega 1000 nemendur eru innritaðir á haustönn 2018, þar af eru 230 nýnemar. Mjóg góð aðsókn er á sumar verknámsbrautir skólans og er biðlisti inn á nokkrar brautir. 

Opnað verður fyrir stundatöflur í Innu fimmtudaginn 16. ágúst. Þeir nemendur sem vilja fá útprentað eintak af stundatöflunni geta nálgast hana á skrifstofu skólanns frá og með 20. ágúst. Töflubreytingar verða auglýstar síðar og fara þær fram í gegnum Innu. 

Nánari upplýsingar verða á heimasíðu skólans þegar nær dregur skólabyrjun. Njótið sumarsins.

Skólameistari