Skrifstofa skólans opin og móttaka nýnema framundan
Skrifstofa VMA hefur opnað eftir sumarfrí og er opin alla virka daga frá kl. 8:15–15:00, nema á föstudögum til kl. 13:00. Lokað er í hádeginu frá kl. 12:10–12:30. Stjórnendur og náms- og starfsráðgjafar eru komnir til starfa. Hægt er að bóka viðtal hjá Náms- og starfsráðgjöfum hér eða í gegnum tölvupóst. Netföng starfsfólks má finna á heimasíðu skólans.
Móttaka nýnema – mánudaginn 18. ágúst
- Kl. 10:30 – Móttaka nýnema (fæddir 2009/2010) í Gryfjunni, skipt í umsjónarhópa.
- Kl. 11:00–12:00 – Kynning og tölvuaðstoð í stofum.
- Kl. 12:00–13:00 – Grill í Gryfjunni í umsjón nemendafélagsins.
- Kl. 13:00–14:30 – Ratleikur um skólann þar sem nemendur kynnast húsnæði, stoðþjónustu og starfsfólki.
Foreldrar/forráðamenn eru velkomnir að fylgja nýnemum að hluta dagskrárinnar en þátttöku þeirra lýkur eftir fyrri hluta móttökunnar.
Aðrir nýir nemendur
Nemendur fæddir 2008 og fyrr sem hefja nám í VMA í haust mæta á kynningarfund mánudaginn 18. ágúst kl. 11:30 í M01. Þeir sem hafa áður stundað nám við skólann en er langt síðan síðast eru einnig velkomnir.
Fundur með foreldrum/forráðamönnum
Rafrænn kynningarfundur verður haldinn á Teams sama dag kl. 17:00 með námsráðgjöfum og stjórnendum. Slóð á fundinn birtist á heimasíðu skólans þegar nær dregur.
Kennsla hefst samkvæmt stundatöflu
Stundatöflur verða aðgengilegar í Innu undir lok vikunar . Nemendur finna þar einnig upplýsingar um bækur og námsgögn.
Við minnum á að allir nemendur þurfa að hafa útbúið rafræn skilríki fyrir upphaf annar. Hagnýtar upplýsingar um skólastarfið og upphaf annar má finna á upplýsingasíðu skólans og hvetjum við sérstaklega nýnema og nýja nemendur til að kynna sér efni hennar vel.
Við hlökkum til að hefja nýtt skólaár og taka á móti öllum nemendum VMA!