Fara í efni

Skrautlegar jólapeysur í VMA í dag!

Sigríður Huld og Anna María mættu í flottum peysum
Sigríður Huld og Anna María mættu í flottum peysum

Í dag var "Ljótujólapeysudagurinn" í VMA haldinn hátíðlegur með því meðal annars að starfsmenn og nemendur klæddust jólapeysum sem þeir töldu hæfa deginum. Auðvitað er ekki eftir neinu að bíða að draga þessar fallegu flíkur fram því á morgun hefst aðventan og aðeins 24 dagar til jóla!

Hilmar Friðjónsson kennari var á ljósmyndavaktinni og tók myndir af því peysufólki sem á vegi hans varð í dag. Og hér fær Elsa í mötuneytinu að láta ljós sitt skína!