Fara í efni

Skráningarfrestur til 7. nóvember

Skráningu fyrir vorönn lýkur 7. nóvember nk.
Skráningu fyrir vorönn lýkur 7. nóvember nk.
Þann 7. nóvember nk. rennur út frestur til þess að skrá sig í áfanga á vorönn. Garðar Lárusson áfangastjóri vill ítreka að hér sé í raun um að ræða frest til þess að skrá sig í skólann á vorönn og því sé mikilvægt að ganga samviskulega frá skráningu sem fyrst.

Þann 7. nóvember nk.  rennur út frestur til þess að skrá sig í áfanga á vorönn. Garðar Lárusson áfangastjóri vill ítreka að hér sé í raun um að ræða frest til þess að skrá sig í skólann á vorönn og því sé mikilvægt að ganga samviskulega frá skráningu sem fyrst.

„Þetta ætti ekki að vefjast fyrir flestum eldri nemendum en þetta er nýtt fyrir nýnemana. Þeir eiga hins vegar að hafa fengið leiðsögn um þetta í lífsleiknitímunum í haust,“ segir Garðar og bendir nemendum á að kynna sér vel námsáætlun einstakra deilda hér á heimasíðu skólans, en almennt skiptist nám nemenda í annars vegar kjarna og hins vegar kjörsviðsgreinar.

„Það er alltaf eitthvað um að nemendur rati ekki alveg einir og óstuddir í gegnum þetta og fyrir þá erum kennslustjórarnir, námsráðgjafarnir og við áfangastjórarnir boðnir og búnir að leiðbeina og hjálpa,“ segir Garðar.