Fara í efni

Skráning sérúrræða í lokaprófum

Allir nemendur VMA eru með lengdan próftíma í lokaprófum. Þeir nemendur sem eiga rétt á öðrum sérúrræðum, t.d. upplestri á prófi, lituðum blöðum, munnlegri viðbót eða fámennri stofu þurfa að sækja sérstaklega um slíkt í Innu. Einungis nemendur með staðfesta skráningu sérúrræða í Innu geta sótt um önnur úrræði en lengdan próftíma, sem allir eru með. Síðasti séns til að skrá sig er 19. nóvember 2021.

Sjá leiðbeiningar um skráningu í Innu hér.