Fara í efni

Skráning gesta á útskriftarathöfn 18. desember

Til útskriftarnemenda. 

Nú er komið að þvi að skrá gestina sem koma á útskriftina. Hver nemandi getur boðið allt að fimm gestum (skráið einungis þann fjölda sem koma, t.d. ef það eru þrir þá ekki bóka fimm). Nemendur sem óska eftir fleiri miðum geta gert það og við reynum að koma til móts við þær óskir.
Þið farið inn á þennan hlekk og skráið fjölda gesta á kennitölu útskriftarnemenda. Mjög mikilvægt að allt sé rétt fyllt út.

MUNIÐ - allir gestir verða að sýna neikvætt hraðpróf og vera með grímu í Hofi. Gestir fá númeruð sæti. Útskriftarnemendur og gestir eru í sitt hvoru sóttvarnarhólfinu og því verða nemendur að koma upp á 2. hæð en gestir inn í sal. Við þurfum að forðast allar hópamyndanir.
Eftir athöfn er æskilegt að gestir yfirgefi Hof. 

Sjá nánari upplýsingar varðandi hraðpróf og viðburði á covid.is. 

Æfing fyrir útskriftina fer fram í Hofi föstudaginn 17. desember kl. 12. Á æfingunni þurfa nemendur að sýna neikvætt hraðpróf.

Sigríður Huld, skólameistari VMA