Fara í efni  

Skólinn fékk 25 kg. af gulrófum að gjöf frá félagi gulrófnabænda

Í tilefni af því að VMA er heilsueflandi framhaldsskóli barst skólanum 25 kg. af gulrófum að gjöf frá félagi gulrófnabænda á Íslandi. Nemendum og starfsfólki verður því boðið upp á hollar, gómsætar, safaríkar og nýuppteknar íslenskar gulrófur á næstunni.Í tilefni af því að VMA er heilsueflandi framhaldsskóli barst skólanum 25 kg. af gulrófum að gjöf frá félagi gulrófnabænda á Íslandi. Nemendum og starfsfólki verður því boðið upp á hollar, gómsætar, safaríkar og nýuppteknar íslenskar gulrófur á næstunni.

Með gjöfinni vill félag rófnabænda vekja athygli á þessu holla grænmeti og má m.a. finna ýmsar uppskriftir á vefnum íslenskt.is. Gulrófur passa vel að markmiðum heilsueflandi framhaldsskóla þar sem rófur falla vel að ríkjandi manneldismarkmiðum, hafa hátt innihald af trefjum og C-vítamíni og lágt orkugildi, sem gerir rófuna ágætis megrunarfæði.  Eins og kunnugt er hefur gulrófan verið kölluð sítróna norðursins vegna mikils innihalds C-vítamíns.
 
Skólinn þakkar fyrir sig!
 
Á myndinni eru Sigríður Huld skólameistari og Þórhildur matráður Lostætis.

Getum við bætt efni síðunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 08:15-12:10 og frá 12:30-15:00. Á föstudögum er opið frá kl 08:15-13:00.