Fara í efni

Skólameistari bauð upp bindi

Hjalti Jón og Skúli Gautason á bindauppboðinu.
Hjalti Jón og Skúli Gautason á bindauppboðinu.
Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA efndi til uppboðs á dögunum á nokkrum af bindum í hans eigu og rann ágóði af sölunni í styrktarsjóð nemenda við skólann. Þar með efndi skólameistari loforð sem hann gaf nemendum á árshátíð skólans fyrr í vetur.

Hjalti Jón Sveinsson skólameistari VMA efndi til uppboðs á dögunum á nokkrum af bindum í hans eigu og rann ágóði af sölunni í styrktarsjóð nemenda við skólann. Þar með efndi skólameistari loforð sem hann gaf nemendum á árshátíð skólans fyrr í vetur.

Opinber umræða spannst fyrr í vetur í tengslum við námskeið sem efnt var til í lífsleikni í aðdraganda árshátíðar skólans og í framhaldi af því nefndi Hjalti Jón það við nemendur á árshátíðinni að hann myndi vilja fara í fataskápinn sinn og bjóða upp nokkur af þeim bindum sem hann væri hættur að nota. Jafnframt bauðst skólameistari til þess að halda námskeið fyrir stúlkur í því að hnýta bindishnút. Nú er skólameistari búinn að efna bæði gefin loforð.

Bindisuppboðið gekk prýðilega vel og var Skúli Gautason skólameistara til aðstoðar við uppboðið. Hér eru myndir sem Hilmar Friðjónsson tók við það tækifæri.