Fara í efni

Skólabyrjun - stundatöflur afhentar 21. ágúst

Afhending stundataflna fyrir haustönn 2014 verður fimmtudaginn 21. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu 22. ágúst kl. 8:15.

Afhending stundataflna fyrir haustönn 2014 verður fimmtudaginn 21. ágúst og kennsla hefst samkvæmt stundatöflu 22. ágúst kl. 8:15.

Stundatöflur verða afhentar í Gryfjunni – aðalsal skólans sem hér segir:
Kl. 09:30 – 10:00 Útskriftarnemar.
Kl. 10:00 – 11:00 Félagsfræðabraut, náttúrufræðibraut og vélstjórnarbraut.
Kl. 11:00 – 12:00 Aðrar brautir.
Kl. 13:00 – 13:30 Nýir og endurinnritaðir nemendur fæddir 1997 og fyrr.
Kl. 13:30 – 14:00 Nýnemar (fæddir 1998 og seinna) sem eru að koma beint úr grunnskóla.

Upplýsingafundur með nýjum og endurinnrituðum nemendum sem fæddir eru 1997 eða fyrr verður fimmtudaginn 21. ágúst kl. 13:30 í M-01. Mjög mikilvægt er að allir mæti.

Nýnemar sem eru að koma beint úr grunnskóla (fæddir 1998 og seinna) eiga að hitta umsjónakennara sinn í Gryfjunni – aðalsal skólans kl. 14:00.

Starfsmenn Lostætis verða með matarkort – annarkort til sölu á meðan á töfluafhendingu stendur.