Fara í efni

Skokkarar athugið - Flensborgarhlaupið í næstu viku!

VMA-nemar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.
VMA-nemar eru hvattir til að skrá sig sem fyrst.

Undanfarin ár hafa nemendur úr VMA tekið þátt í svokölluðu Flensborgarhlaupi, kennt við samnefndan framhaldsskóla í Hafnarfirði, og staðið sig með miklum ágætum. Nú er komið að Flensborgarhlaupinu í ár, það verður þriðjudaginn 19. september nk. Flensborgarhlaupið er jafnframt framhaldsskólakeppni í 10 km hlaupi þar sem krýndur verður framhaldsskólameistari karla og kvenna auk þess sem dreginn verður út fjöldi verðlauna.

Boðið verður upp á tvær vegalengdir, 5 km og 10 km, en framhaldsskólakeppnin verður í 10 km hlaupinu. Hér eru nánari upplýsingar um hlaupið.

Hlaupið hefst kl. 17:30 þriðjudaginn 19. september og verður lagt af stað frá VMA að morgni dags. Eftir hlaup verður farið í sund, síðan borðað og mögulega verður einhver tími til að gera eitthvað fleira um kvöldið. Gert er ráð fyrir heimkomu eftir hádegi á miðvikudag. 

Nemendur þurfa ekki að greiða fyrir farið suður en þeir greiða 500 krónur í keppnisgjald (þar sem sundferðin er innifalin) og greiða fyrir mat. Hægt er að fá gistingu í skólastofu í Flensborg en eins má gista hjá vinum og ættingjum og koma sér í Flensborg fyrir brottför á miðvikudag. 

Áhugasamir skokkarar í VMA eru hvattir til þess að skrá sig og taka þátt í skemmtilegri ferð suður. Ekki er skilyrði að hlauparar séu afreksíþróttamenn. Aðeins er gerð krafa um að nemendur taki þátt og hafi ánægju af.

Þeir sem vilja taka þátt hafi sem fyrst samband við Önnu Berglindi enskukennara (annaberglind@vma.is) eða Ólaf íþróttakennara (olafur@vma.is). Ath. að einungis er takmarkaður sætafjöldi í boði.