Fara í efni  

Skiptir máli ađ flokka sorp?

Skiptir máli ađ flokka sorp?
Athyglisverđar upplýsingar komu fram.

Hvađ verđur um sorpiđ okkar? Ţetta var ein af ţeim spurningum sem Helgi Pálsson, rekstrarstjóri Gámaţjónustu Norđurlands, leitađist viđ ađ svara í fyrirlestri sem hann hélt í VMA í gćr. Fyrirlesturinn var liđur í ţemavikunni í skólanum ţar sem umhverfismál frá ýmsum hliđum eru viđfangsefniđ. Hér eru glćrur sem Helgi varpađi upp í fyrirlestrinum. 

Helgi sagđi ađ Gámaţjónustan starfađi á svćđinu frá Ólafsfirđi og austur í Ásbyrgi og fyrirtćkinu hafi mjög vaxiđ fiskur um hrygg á síđustu árum. Nú eru 42 stöđugildi í fyrirtćkinu, sem segir töluvert um umfangiđ og hrađan vöxt í flokkun sorps og úrvinnslu ţess í verđmćti.

Á síđasta ári flutti Gámaţjónusta Norđurlands út 2.800 tonn til endurvinnslu. Til urđunar á urđunarstađ milli Skagastrandar og Blönduóss fóru um 8.000 tonn en lífrćnn úrgangur til moltugerđar hjá Moltu í Eyjafjarđarsveit var 2.750 tonn. Til samanburđar fóru um 20 ţúsund tonn af sorpi í urđun á Glerárdal, ofan Akureyrar, fyrir hálfum öđrum áratug. Árangurinn er ţví ótvírćđur, mun minna fer til urđunar en á árum áđur.

Helgi segir ađ almennt vandi Akureyringar sig viđ flokkun á sorpi og á landsvísu séu grenndarstöđvarnar í bćnum, sem eru ellefu talsins, einstakar. Hins vegar sagđi hann ađ eftir ađ hafa kynnt sér sorp- og endurvinnslumál í VMA sé augljóst ađ ţar megi gera mun betur. Hann sagđi ađ á síđasta ári hafi heildarmagn sorps í VMA numiđ um 25 tonnum, ţar af hafi 60% veriđ blandađur úrgangur en ţađ hlutfall ţyrfti ađ vera 42%. Miđađ viđ ađ hellt sé upp á 45 kaffikönnur í VMA á dag, sem er ekki fjarri lagi, falla til um 39 kg af kaffikorgi á viku eđa á ţriđja tonn á ári. Ađ öllu samanlögđu sagđi Helgi ađ átaks í flokkun sorps vćri ţörf í VMA og upplýsti Sigríđur Huld Jónsdóttir skólameistari í gćr ađ í slíkt átak yrđi ráđist, ákveđiđ vćri ađ VMA fćri í samstarf viđ Gámaţjónustu Norđurlands um úrbćtur í umhverfismálum í skólanum.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00