Fara í efni  

Fjórir skiptinemar í VMA

Fjórir skiptinemar í VMA
Frá vinstri: Adele, Maja, Eva og Kippei.

Eins og jafnan áđur eru skiptinemar viđ nám í VMA. Ađ ţessu sinni eru ţeir fjórir og koma frá jafnmörgum löndum, tveir nemanna verđa hér til 1. desember en hinir tveir í allan vetur.

Skiptinemarnir fjórir eru Eva Plesingrova frá Tékklandi (verđur 18 ára nk. föstudag), Kippei Kondo frá Japan (18 ára), Adele Galiegue frá Frakklandi (16 ára) og Maja Fiedler frá Ţýskalandi (15 ára). Öll komu ţau fyrr í ţessum mánuđi til Íslands í gegnum skiptinemasamtökin AFS en rösklega ţrjátíu skiptinemar koma ađ ţessu sinni til landsins í gegnum AFS á Íslandi. Eva og Kippei, ţau tvö eldri, dvelja hér í tíu mánuđi en yngri stúlkurnar verđa hér í ţrjá mánuđi.

Ţessir fjórir skiptinemar eru í fjölbreyttu námi í VMA í vetur, sumt ţekkja ţeir úr námi í sínum heimalöndum en annađ er alveg nýtt fyrir ţá. Margt er ađ vonum framandi en eftir ađ hafa dvaliđ hér á landi í röska tíu daga má heyra ađ skiptinemarnir eru nú ţegar farnir ađ lćra íslensku. 

Öll eru ţau sammála um ađ ţau hafi vitađ fátt um Ísland áđur en ţau komu en hafi vissulega séđ margar undurfagrar landslagsmyndir sem hafi vakiđ áhuga ţeirra. Til viđbótar viđ náttúruna hafi ţeim fundist áhugavert ađ kynnast menningunni á Íslandi, á ţessari eyju langt norđur í Atlantshafi. Og nú ţegar hefur íslenska skyriđ vakiđ lukku og framandi réttir eins og lambakjöt og plokkfiskur hafa veriđ á borđum.

Eitt eru ţau öll sammála um ađ sé nokkuđ frábrugđiđ ţví sem ţau eigi ađ venjast frá ţeirra heimalöndum; hér sé frjálsrćđiđ á margan hátt mun meira. 


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00