Fara í efni

Skinkuhorn og rjúkandi kakó

Sáttir við afrakstur dagsins - skinkuhorn og kakó!
Sáttir við afrakstur dagsins - skinkuhorn og kakó!
Bakstur og að búa til rjúkandi kakó var verkefni fyrsta árs nemenda á svokölluðu NSK-námskeiði, þegar útsendari heimasíðunnar, leit við í eldhúsinu á matvælabraut VMA. NSK stendur fyrir „náms- og starfsfræðsla“ og felur það í sér að fyrsta árs nemendur á almennri braut fá kynningu á listnámi og ýmsu því sem boðið er upp á á verknámsbrautum skólans.

Bakstur og að búa til rjúkandi kakó var verkefni fyrsta árs nemenda á svokölluðu NSK-námskeiði, þegar útsendari heimasíðunnar, leit við í eldhúsinu á matvælabraut VMA.  NSK stendur fyrir „náms- og starfsfræðsla“ og felur það í sér að fyrsta árs nemendur á almennri braut fá kynningu á listnámi og ýmsu því sem boðið er upp á á verknámsbrautum skólans.

Allir nemendur á almennri braut taka ákveðinn fjölda kennslustunda á rafiðnaðarbraut, í vélstjórn, matreiðslu, tréiðn, í listnámi, hárgreiðslu, í framreiðslu og næringarfræði.

Þegar litið var við í eldhúsinu í VMA voru átta fyrsta árs nemendur af almennri braut að fá leiðsögn í því að baka skinkuhorn og búa til kakó. Ari Hallgrímsson, kokkur og kennari, segir að allir nemendur fái innsýn í fjölmargt er lúti að matreiðslu – að elda, steikja, grilla, baka o.s.frv.  Hann segir að þessar kynningar beini oft þeim nemendum, sem eru mjög óákveðnir í því hvað þeir vilji læra, inn á þær brautir sem hugur þeirra stendur til og þannig nýtist þessar NSK-kennslustundir mjög vel.

Hér má sjá nokkrar myndir af NSK-nemendum í eldhúsinu.