Fara í efni  

Skemmtilegt og gefandi starf

Skemmtilegt og gefandi starf
Rúnar Freyr Rúnarsson stuđningsfulltrúi í VMA.

Rúnar Freyr Rúnarsson eđa Rúnar Eff eins og margir ţekkja hann úr tónlistargeiranum hefur starfađ sem stuđningsfulltrúi í starfsdeild Verkmenntaskólans í tćpt ár. Hann hóf störf um síđustu áramót og starfađi sem stuđningsfulltrúi á vorönn og aftur núna á haustönn. Hann ţekkir vel til slíkra starfa ţví hann annađist liđveislu í sjö ár og starfađi á sambýli í tćp tvö ár.

„Ţetta er virkilega skemmtilegt starf. Vissulega getur ţađ oft veriđ mjög krefjandi og ţolinmćđi og jákvćđni verđur ađ vera til stađar en umfram allt er ţetta skemmtilegt og gefandi starf,“ segir Rúnar og bćtir viđ ađ númer eitt, tvö og ţrjú gangi ţađ út á mannleg samskipti.

Rúnar er í hlutastarfi sem stuđningsfulltrúi í VMA, hann vinnur ţar fyrri part dags en seinni part dagsins segist hann nýta til tónlistarsköpunar. „Í mörg ár starfađi ég eingöngu viđ tónlist og ţađ stóđ svo sem ekki annađ til en ađ halda áfram á ţeirri braut. En ţegar mér bauđst ţetta starf um síđustu áramót sló ég til og sé ekki eftir ţví. Mér finnst mjög gott ađ blanda ţessu saman. Stundum tek ég gítarinn međ og spila fyrir krakkana og syng međ ţeim. Ţađ virkar alltaf vel. Í tónlistinni kem ég oft fram einn međ gítarinn eđa spila í hljómsveitum. Einnig nýti ég tímann til ţess ađ semja og taka upp,“ segir Rúnar Freyr.

Íshokkíiđ hefur fylgt Rúnari árum saman . Hann hefur spilađ íshokkí síđan hann var tólf ára eđa í 28 ár og segist oft hafa reynt ađ hćtta en ekki tekist ađ fullu. „Ég hćtti alveg fyrir átta árum en í ţrjú skipti tók ég kylfuna aftur niđur af hillunni á miđju tímabili. Ţegar ljóst varđ ađ Víkingar Skautafélags Akureyrar myndu keppa í Continental Cup, sem er einskonar riđlakeppni meistaraliđa í Evrópu, lofađi ég ţjálfaranum ţví ađ ég myndi spila međ liđinu. Viđ spiluđum í Búlgaríu um daginn og ţađ gekk ljómandi vel,  viđ unnum alla leikina í riđlinum, viđ meistaraliđin frá Búlgaríu, Tyrklandi og Ísrael,“ segir Rúnar. Ţessi frábćri árangur Akureyringanna á ísnum ţýđir ađ SA Víkingar eru aftur á útleiđ, ţeir tryggđu sér sćti í annarri umferđ keppninnar og keppa í nćstu viku í Lettlandi viđ meistaraliđin frá Lettlandi, Úkraínu og Spáni. „Ţví miđur var ég búinn ađ bóka mig í tónlistinni á ţessum tíma og ţví kemst ég ekki út međ strákunum í ađra umferđina. En ţađ kemur ţá bara mađur í manns stađ. Ţetta verđur vissulega mun erfiđara en í fyrstu umferđinni, sérstaklega eru Lettarnir og Úkraínumennirnir mjög sterkir,“ segir Rúnar Freyr Rúnarsson.


Getum viđ bćtt efni síđunnar?

VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI

Skrifstofa VMA er opin alla virka daga frá kl. 08:00 - 15:00