Fara í efni

Skemmtilegar nýnemaferðir !

Hinar árlegu nýnemaferðir voru farnar í síðustu viku. Voru teknir þrír dagar í verkefnið og voru 90 nemendur í hverri ferð, sem tekur heilan kennsludag. Að vanda var áfangastaðurinn Hólavatn í Eyjafjarðarsveit en á leiðinni þangað var komið við á nokkrum stöðum. Fastur liður er heimsókn í Kristnes þar sem Helgi Þórsson segir sögu staðarins og blandar inn í frásögn sína söng og langspilsleik. Þá var komið við á Smámunasafninu og loks ekið að sumarbúðunum við Hólavatn þar sem nemendur og kennarar leysa saman ýmis verkefni og þrautir.

Hinar árlegu nýnemaferðir voru farnar í síðustu viku. Voru teknir þrír dagar í verkefnið og voru 90 nemendur í hverri ferð, sem tekur heilan kennsludag. Að vanda var áfangastaðurinn Hólavatn í Eyjafjarðarsveit en á leiðinni þangað var komið við á nokkrum stöðum. Fastur liður er heimsókn í Kristnes þar sem Helgi Þórsson segir sögu staðarins og blandar inn í frásögn sína söng og langspilsleik. Þá var komið við á Smámunasafninu og loks ekið að sumarbúðunum við Hólavatn þar sem nemendur og kennarar leysa saman ýmis verkefni og þrautir.

Að lokum eru grillaðar pylstur áður en lagt er af stað heim á leið. Þegar komið var til Akureryar var að síðustu Mótorhjólasafnið skoðað.

Sjá myndir í myndasafninu.

Á Kristnesi
Á Kristnesi - Helgi Þórsson segir sögu staðarins


Smámunasafnið
Smámunasafnið skoðað

Á Hólavatni
Fjör á Hólavatni

Pylsuveisla
Pylsuveisla !

Mótorhjólasafnið skoðað
Mótorhjólasafnið skoðað